Stundvísitölur: Óstundvísi í kringum jólin

klukka

Það gekk ekki nógu vel að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli undir lok ársins.

Þeir sem flugu til og frá landinu síðustu tvær vikur ársins þurftu að sýna meiri biðlund en farþegar þurfa almennt á Keflavíkurflugvelli. Töluvert var um seinkanir á tímabilinu og aðeins um sjö af hverjum tíu ferðum héldu áætlun samkvæmt stundvísitölum Túrista fyrir seinni hluta desember. Hjá WOW air komu og fóru vélarnar á réttum tíma í 73 prósent tilvika en hlutfallið hjá félaginu var rúmlega 90 prósent í nóvember. Sömu sögu er að segja um Icelandair og töfðust vélar þess að jafnaði um sjö mínútur en ellefu mínútur hjá WOW air eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Stundvísitölur seinni hluta desember 2012

16.-31.des. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 77% 7 mín 59% 7 mín 68% 7 mín 452
WOW air 81% 10 mín 65% 12 mín 73% 11 mín 66

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bóðkaðu besta kostinn
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í LondonÓkeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons