Samfélagsmiðlar

Sumarverðið: Ódýrustu ferðirnar til sjö evrópskra borga

Það kostar sjaldnast undir fjörtíu þúsund að fljúga til Berlínar, Parísar og Hamborgar í sumar. Spánn er ennþá dýrari og sömu sögu eru að segja um Mílanó og Zurich.

Sá sem ætlar að verja einni til tveimur vikum í Barcelona eða Mílanó í sumar þarf að borga að lágmarki um 53 þúsund krónur fyrir flugið. Þýsku borgirnar Hamborg og Berlín er ódýrari og þó þrjú félög fljúgi til Parísar er munurinn lægstu fargjöldum þangað lítill samkvæmt verðkönnun Túrista sem var framkvæmd 7. og 8. janúar. Verð á farmiðum til sjö evrópskra voru athuguð og aðeins á flugleiðum þar sem ríkir samkeppni yfir sumarmánuðina.

Í könnuninni voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið (smelltu hér til að sjá yfirlit yfir aukagjöld félaganna) og gengi dagsins í dag (8. janúar) er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Alicante

Líkt og áður selja Heimsferðir flug með Primera Air suður á Spán. WOW air flýgur einnig þangað en Alicante er ekki lengur hluti af leiðakerfi Icelandair. Þeir sem reikna með að taka meira en handfarangur með sér í Spánarreisuna fá ódýrustu miðana hjá Heimsferðum. Flugtímar liggja þó ekki fyrir hjá ferðaskrifstofunni.

 HeimsferðirWOW air
Jún51.800 kr.54.490 kr.
Júl48.300 kr.52.490 kr.
Ágú39.800 kr.50.490 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona

WOW air er ódýrara en Icelandair í júní og júlí en það síðarnefnda býður betur í ágúst.

 IcelandairWOW air
Jún67.060 kr.60.110 kr.
Júl63.760 kr.56.110 kr.
Ágú52.960 kr.56.110 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Berlín

Í fyrsta skipti í vetur hefur Íslendingum staðið til boða áætlunarflug til höfuðborgar Þýskalands því WOW air hefur flogið þangað tvisvar í viku. Í sumar fjölgar ferðunum og þá blanda tvö stærstu flugfélög Þýskalands sér í slaginn um farþegana á leið milli Berlínar og Reykjavíkur. Airberlin er ódýrast alla þrjá mánuðina en framboð á ódýrustu miðum hjá félaginu er takmarkað.

 AirberlinLufthansaWOW air
Jún39.783 kr.47.040 kr.40.651 kr.
Júl44.693 kr.69.860 kr.52.381 kr.
Ágú42.999 kr.58.090 kr.42.651 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Berlín

Hamborg

Þjóðarverjar eru þriðji stærsti hópur ferðamanna á Íslandi og því verður flogið héðan til sjö þýskra flugvalla í sumar. Til næstfjölmennstu borgarinnar, Hamborg, fljúga Icelandair, Lufthansa og Airberlin. Það íslenska býður best í júní og júlí en er dýrast í ágúst.

 AirberlinIcelandairLufthansa
Jún47.260 kr.41.210 kr.46.570 kr.
Júl43.533 kr.41.210 kr.58.270 kr.
Ágú36.249 kr.41.210 kr.37.930 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

Mílanó

Það er lítið um áætlunarflug til Ítalíu en þó fljúga bæði Icelandair og WOW air til Mílanó í sumar. Ódýrasta ferðin í júní er með Icelandair en í júlí og ágúst kostar minna að fljúga með WOW air.

 IcelandairWOW air
Jún53.880 kr.56.584 kr.
Júl61.080 kr.56.584 kr.
Ágú68.410 kr.56.584 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

París

Yfir veturinn er það aðeins Icelandair sem flýgur héðan til Parísar. Umferðin þangað eykst á sumrin þegar WOW air og fransk-hollenska lággjaldaflugfélagið Transavia blanda sér í baráttuna. Í byrjun sumars er WOW ódýrast en svo er lítill munur á þessum þremur.

 IcelandairTransaviaWOW air
Jún42.710 kr.44.015 kr.38.917 kr.
Júl47.510 kr.47.401 kr.46.917 kr.
Ágú47.510 kr.47.501 kr.49.917 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í París

Zurich

Stærsta borg Sviss er inn á kortum Icelandair og WOW air yfir sumarmánuðina en það fyrrnefnda er mun ódýrari kostur fyrir þá sem kaupa miða þangað í dag.

 IcelandairWOW air
Jún52.980 kr.74.700 kr.
Júl52.980 kr.74.700 kr.
Ágú52.980 kr.74.700 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

TENGDAR GREINAR: Mun ódýrara til Kaupmannahafnar en London
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London

Mynd: Paris.info

 

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …