Samfélagsmiðlar

Sumarverðið: Ódýrustu ferðirnar til sjö evrópskra borga

Það kostar sjaldnast undir fjörtíu þúsund að fljúga til Berlínar, Parísar og Hamborgar í sumar. Spánn er ennþá dýrari og sömu sögu eru að segja um Mílanó og Zurich.

Sá sem ætlar að verja einni til tveimur vikum í Barcelona eða Mílanó í sumar þarf að borga að lágmarki um 53 þúsund krónur fyrir flugið. Þýsku borgirnar Hamborg og Berlín er ódýrari og þó þrjú félög fljúgi til Parísar er munurinn lægstu fargjöldum þangað lítill samkvæmt verðkönnun Túrista sem var framkvæmd 7. og 8. janúar. Verð á farmiðum til sjö evrópskra voru athuguð og aðeins á flugleiðum þar sem ríkir samkeppni yfir sumarmánuðina.

Í könnuninni voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið (smelltu hér til að sjá yfirlit yfir aukagjöld félaganna) og gengi dagsins í dag (8. janúar) er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Alicante

Líkt og áður selja Heimsferðir flug með Primera Air suður á Spán. WOW air flýgur einnig þangað en Alicante er ekki lengur hluti af leiðakerfi Icelandair. Þeir sem reikna með að taka meira en handfarangur með sér í Spánarreisuna fá ódýrustu miðana hjá Heimsferðum. Flugtímar liggja þó ekki fyrir hjá ferðaskrifstofunni.

 HeimsferðirWOW air
Jún51.800 kr.54.490 kr.
Júl48.300 kr.52.490 kr.
Ágú39.800 kr.50.490 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona

WOW air er ódýrara en Icelandair í júní og júlí en það síðarnefnda býður betur í ágúst.

 IcelandairWOW air
Jún67.060 kr.60.110 kr.
Júl63.760 kr.56.110 kr.
Ágú52.960 kr.56.110 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Berlín

Í fyrsta skipti í vetur hefur Íslendingum staðið til boða áætlunarflug til höfuðborgar Þýskalands því WOW air hefur flogið þangað tvisvar í viku. Í sumar fjölgar ferðunum og þá blanda tvö stærstu flugfélög Þýskalands sér í slaginn um farþegana á leið milli Berlínar og Reykjavíkur. Airberlin er ódýrast alla þrjá mánuðina en framboð á ódýrustu miðum hjá félaginu er takmarkað.

 AirberlinLufthansaWOW air
Jún39.783 kr.47.040 kr.40.651 kr.
Júl44.693 kr.69.860 kr.52.381 kr.
Ágú42.999 kr.58.090 kr.42.651 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Berlín

Hamborg

Þjóðarverjar eru þriðji stærsti hópur ferðamanna á Íslandi og því verður flogið héðan til sjö þýskra flugvalla í sumar. Til næstfjölmennstu borgarinnar, Hamborg, fljúga Icelandair, Lufthansa og Airberlin. Það íslenska býður best í júní og júlí en er dýrast í ágúst.

 AirberlinIcelandairLufthansa
Jún47.260 kr.41.210 kr.46.570 kr.
Júl43.533 kr.41.210 kr.58.270 kr.
Ágú36.249 kr.41.210 kr.37.930 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

Mílanó

Það er lítið um áætlunarflug til Ítalíu en þó fljúga bæði Icelandair og WOW air til Mílanó í sumar. Ódýrasta ferðin í júní er með Icelandair en í júlí og ágúst kostar minna að fljúga með WOW air.

 IcelandairWOW air
Jún53.880 kr.56.584 kr.
Júl61.080 kr.56.584 kr.
Ágú68.410 kr.56.584 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

París

Yfir veturinn er það aðeins Icelandair sem flýgur héðan til Parísar. Umferðin þangað eykst á sumrin þegar WOW air og fransk-hollenska lággjaldaflugfélagið Transavia blanda sér í baráttuna. Í byrjun sumars er WOW ódýrast en svo er lítill munur á þessum þremur.

 IcelandairTransaviaWOW air
Jún42.710 kr.44.015 kr.38.917 kr.
Júl47.510 kr.47.401 kr.46.917 kr.
Ágú47.510 kr.47.501 kr.49.917 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í París

Zurich

Stærsta borg Sviss er inn á kortum Icelandair og WOW air yfir sumarmánuðina en það fyrrnefnda er mun ódýrari kostur fyrir þá sem kaupa miða þangað í dag.

 IcelandairWOW air
Jún52.980 kr.74.700 kr.
Júl52.980 kr.74.700 kr.
Ágú52.980 kr.74.700 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

TENGDAR GREINAR: Mun ódýrara til Kaupmannahafnar en London
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London

Mynd: Paris.info

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …