Þar sem íslenskir ferðamenn eru rændir

Vasaþjófar eru því miður víða á ferð og innbrot í bílaleigubíla og á gististaði eru líka algeng.

Eftir nokkra tíma rölt um erlenda borg er nauðsynlegt að setjast niður, hvíla sig og fá sér hressingu. En akkúrat á þeirri stundu er hætta á að einhver á næstu borðum sé að fylgjast með því hvort þú sleppir hendinni af töskunni, setjir símann og veskið á borðið eða látir jakka hanga á stólbakinu. Þjófarnir eru nefnilega flinkir í að blanda sér í hóp ferðamanna og bera það ekki alltaf utan á sér að vera óprútnir. Á virðulegustu matsölustöðum og söfnum um alla Evrópu hanga því oft uppi varúðarskilti þar sem fólk er beðið um að láta ekki frá sér verðmæta hluti.

Sækja í fjölmennið

Barcelona er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu og hún hefur lengi haft slæmt orð á sér vegna þess hve afkastamiklir hnuplarar eru þar í bæ. Það hafa margir íslenskir ferðalangar fengið að reyna því samkvæmt upplýsingum frá Vís þá fá starfsmenn tryggingafélagsins reglulega inn til sín mál sem tengjast þjófnaði í borginni. Að sögn Geirarðs Geiraðssonar, forstöðumanns tjónasviðs Sjóvar, þá verða flest stærri tjónin, innbrot í bíla og gististaði, á Costa Blanca ströndinni á Spáni enda stór Íslendingabyggð í Torrevieja og nágrenni. Hann segir jafnframt að nokkuð um stolið sé frá ferðamönnum í Danmörku og Englandi enda liggja leið margra Íslendinga þangað.

TENGDAR GREINAR: Reglulega stolið úr ferðatöskum
HÓTEL: 10% afsláttur af gistingunni í London

Mynd: Barcelone turisme