WOW hættir við Frankfurt

Þriðji stærsti flugvöllur Evrópu var hluti af leiðakerfi Iceland Express þegar WOW air tók fyrirtækið yfir. Forsvarsmenn þess síðarnefnda hafa nú slegið flugið þangað út af borðinu.

Í ár var flogið hingað frá átta þýskum flugvöllum og í lok nóvember höfðu lent í Keflavík um 64 þúsund Þjóðverjar samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Flestir þýsku gestanna hafa væntanlega komið Íslands frá Frankfurt en Icelandair flýgur þangað allt árið um kring og á sumrin eru brottfarirnar tíu á viku. Það eru fleiri ferðir en eru í boði til annarra flugvalla í Þýskalandi frá Íslandi.

Einbeita sér að öðrum borgum

Næsta sumar ætluðu forsvarsmenn Iceland Express í fyrsta skipti að veita Icelandair samkeppni á flugleiðinni með þremur vikulegum ferðum. Eftir yfirtöku WOW air var Frankfurt enn á listanum yfir sumaráfangastaði félagsins en nú hefur félagið fallið frá þeim áformum. Það staðfestir talskona WOW air í svari til Túrista. Þar segir að félagið ætli að fjölga ferðum til áfangastaða eins og Kaupmannahafnar, Parísar og London á kostnað flugsins til Frankfurtar.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 5% afsláttur á gistingu í Berlín
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í Frankfurt

Mynd: M Gundhard/Germany.travel