Aeroflot ekki lengur síðasta sort

Forsvarsmenn stærsta flugfélags Rússlands leggja mikla áherslu á að bæta ímynd þess. Nýjasta útspilið er nettenging um borð.

Það fór slæmt orð af rússneska flugfélaginu Aeroflot á árunum í kringum fall Sovétríkjanna. Vélarnar þóttu lélegar og þjónustan slöpp. Í dag er mun meiri reisn yfir útgerðinni og sem dæmi verður félagið eitt af þeim fyrstu í Evrópu til að bjóða farþegum upp á netsamband um borð.

Samkvæmt frétt Jótlandspóstins verða þrettán vélar félagsins komnar með net fyrir lok mars, m.a. þær sem fljúga frá Kaupmannahöfn til Rússlands.

VILTU 10% AFSLÁTT AF GISTINGU Í EDINBORG?

TENGDAR GREINAR: Loks frítt net í Leifsstöð

Mynd: Aeroflot