Mikill hagvöxtur og sterkt gengi hefur hækkað verðlagið í Ástralíu það mikið að tvær af stærstu borgum landsins nálgast nú toppinn yfir þær dýrustu í heimi. Ein evrópsk borg kemst á lista þeirra ódýrustu.
Íslenskur ferðamaður í Ástralíu fær um fimmtungi færri ástralska dollara fyrir krónurnar sínar í dag en fyrir þremur árum síðan. Á sama tíma hefur krónan styrkt sig örlítið gagnvart evrunni, bandarískum dollar og breskum pundum. Verðlagið hinum megin á jörðinni hefur því þróast til verri vegar fyrir fleiri en íslenska túrista og það er ein helsta ástæðan fyrir því að Sidney og Melbourne skjótast hratt upp lista Economist yfir dýrustu stórborgirnar.
Zurich hríðlækkar
Í sumar munu Icelandair og WOW air fljúga til Zurich í Sviss. Sú borg var sú dýrasta í fyrra samkvæmt útreikningum Economist en lækkun á gengi svissneska frankans hefur gert lífið þar billegra fyrir erlenda ferðamenn samkvæmt grein Guardian um málið. Genf hefur einnig fallið hratt niður listann eða úr því þriðja niður í það tíunda.
Í níunda sætinu er hins vegar hástökkvarinn, Caracas í Venesúela, sem fer upp um tuttugu og fimm sæti. Osló er hins vegar dýrasta borg Norðurlanda og sú eina sem kemst á topplistann í heiminum.
Búkarest ódýrust í Evrópu
Höfuðborg Rúmeníu hefur notið mun minni vinsælda ferðamanna en aðrar höfuðborgir A-Evrópu eftir fall járntjaldsins. Það er kannski ein af ástæðum þess að Búkarest er ódýrasta stórborg Evrópu. Hinar borgirnar á listanum yfir þær ódýrustu eru allar mun lengra í burtu eins og sjá má hér fyrir neðan.
Dýrustu stórborgirnar | Ódýrustu stórborgirnar | ||
1. | Tókýó, Japan | 1. | Karachi, Pakistan |
2. |
Osaka, Japan |
2. | Mumbai, Indland |
3. | Sydney, Ástralía | 3. | Delí, Indland |
4.-5. | Osló, Noregur | 4. | Katmandu, Nepal |
4.-5. | Melbourne, Ástralía | 5.-6. | Algeirsborg, Alsír |
6. | Singapúr | 5.-6. | Búkarest, Rúmenía |
7. | Zurich, Sviss | 7. | Colombo, Sri Lanka |
8. | París, Frakkland | 8. | Panama borg, Panama |
9. | Caracas, Venesúela | 9. | Jeddah, Sádí Arabía |
10. | Genf, Sviss | 10. | Teheran, Íran |
VILTU FRÍAN MORGUNMAT Í FRÍINU?
NÝJAR GREINAR: Nú kemstu beint til Toronto allt árið – Meira en milljarður túrista á síðasta ári
Mynd: Linh_rOm/Creative Commons