Fargjöld hækka mikið þegar nær dregur brottför

Sá sem bókaði utanlandsferð marsmánaðar í lok síðasta árs borgaði miklu minna fyrir farið en farþeginn sem pantar í dag.

Í nærri því eitt ár hefur Túristi gert mánaðarlegar verðkannanir á farmiðum til höfuðborga Bretlands og Danmerkur. Niðurstöðurnar sína að nær oftast eru fargjöldin lægri ef bókað er með tólf vikna fyrirvara en fjögurra vikna. Í sumar lækkaði Iceland Express þó reglulega verðið þegar styttist í brottför á meðan EasyJet, Icelandair og Wow air hækka. Núna er staðan sú að sá sem ætlar til London eftir fjórar vikur þarf að borga á bilinu 30 til 40 prósent meira en sá sem gekk frá ferðinni 26. desember sl. Ódýrustu fargjöldin til Kaupmannahafnar hafa hækkað um meira en helming. Þetta eru álíka niðurstöður og í síðustu tveimur könnunum.

Wow air er ódýrast til beggja þessara borga í mars ef bókað er í dag.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til London í viku 12 (18.-24.mar) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

London Bókað 26.des

Bókað 18.feb

Breyting
easyJet* 56.444 kr. 73.268 kr. +29,8%
Icelandair 43.400 kr. 61.150 kr. +41%
WOW air* 41.825 kr. 57.825 kr. +38,2%

 

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 12 (18.-24.mar) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

Kaupmannahöfn Bókað 26.des
Bókað 18.feb
Breyting
Icelandair 39.220 kr. 59.040 kr. +50,5%
WOW air* 34.560 kr. 54.560 kr. +57,9%

 

Icelandair ódýrast til Kaupmannahafnar og Osló

Aðeins tvisvar í síðustu ellefu verðkönnunum Túrista hafa verð EasyJet lækkað þegar borin eru saman fargjöld bókuð með lengri og styttri fyrirvara. Félagið er oft ódýrasti kosturinn þegar bókað er þrjá mánuði fram í tímann en nær alltaf dýrast ef aðeins mánuður er í ferðalagið. Þetta er einnig niðurstaðan að þessu sinni því eftir tólf vikur (13. til 19. maí) kostar ódýrasta farið með Bretunum 31.646 kr. en 37.825 kr. með Wow air, farangursgjaldi félaganna er bætt við fargjöldin. Með Icelandair er lægsta farið til Lundúna á 43.970 krónur.

Icelandair býður hins vegar lægsta verðið til Kaupmannahafnar í maí en sáralitlu munar reyndar á verði félagsins og Wow air eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Í síðasta mánuði hóf Túristi einnig að fylgjast með verðþróun á farmiðum til Oslóar, en til þessara þriggja borga er samkeppni í flugi allt árið. Þeir sem ætla til höfuðborgar Noregs um miðjan maí komst þangað ódýrast með Icelandair. SAS er ögn dýrara en hæsta verðið er hjá norska lággjaldafélaginu Norwegian.

Ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir,  í viku 20 (13-19.maí) til Kaupmannahafnar, London og Oslóar:

Kaupmannahöfn Verð Osló Verð London Verð
Icelandair 39.500 kr. Icelandair 38.400 kr. easyJet* 31.646 kr.
WOW air* 39.560 kr. Norwegian* 41.064 kr. Icelandair 43.970 kr.
SAS 39.266 kr. WOW air* 37.825 kr.

 

 

 

 

Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar og því stundum úr fáum flugum að velja, sérstaklega hjá easyJet. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér)

*Easy Jet, Norwegian og Wow air rukka fyrir innritaðan farangur. Gjaldi fyrir eina tösku er bætt við fargjaldið í samanburðinum. Miðað er við gengi evru og norskrar krónu í dag.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í LondonFrír morgunmatur í Kaupmannahöfn
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu besta kostinn

Mynd: Visit London