Samfélagsmiðlar

Hótelin sem mælt er með í Sankti Pétursborg

Af þeim borgum sem flogið er til beint frá Keflavík er Sankti Pétursborg sennilega sú sem er mest framandi. Hér eru þau hótel í borginni sem ferðaskríbentar og túristar gefa góð meðmæli og þar ættu því ókunnugir Íslendingar að vera vel settir.

Fyrrum höfuðborg Rússlands var byggð með það í hgua að heilla fólk upp úr skónum. Litlu var til sparað svo upp úr feninu myndi rísa ein glæsilegasta borg Evrópu. Það tókst og það er því ánægjulegt að íslenskum túristum gefist færi á að fljúga beint til borgarinnar í sumar þegar Icelandair hefur áætlunarflug þangað.

Hér eru sex misdýr hótel í borginni sem eiga það sameiginlegt að fá góða umsögn í þekktum ferðablöðum og meðal notenda Tripadvisor.

Vesta hotel – 15.000 kr.

Flestir af vinsælustu ferðamannastöðum borgarinnar eru í mesta lagi hálftíma göngufæri frá Vesta hótelinu. Staðsetningin er því virkilega góð og verðin sömuleiðis því ódýrustu tveggja manna herbergin kosta frá fimmtán þúsund krónum. Sérfræðingur Telegraph er sannfærður um að ódýrari verði hótelin ekki í borginni (hótelstjórinn er svo ánægður með þá umsögn að hann hefur sett hana á heimasíðuna). Í umsögn Telegraph kemur líka fram að innréttingar herbergjanna séu mjög einfaldar og Ikea-legar.

Arbat Nord – 20.000 kr.

Vel staðsett og einfalt hótel er það sem margir biðja um þegar þeir leita að gistingu í ókunnugri borg. Að mati ferðabóka Frommers þá er þetta eitt besta ódýra hótelið í Skt. Pétursborg og meðaleinkunin hjá Tripadvisor er 4 af fimm mögulegum. Seinni hluta sumars eru herbergin ódýrari og kosta frá 20.000 krónum samkvæmt heimasíðu hótelsins. Það er hins vegar hægt að finna þau aðeins ódýrari með því að smella hér.

NasHotel – 30.000 kr.

Innréttingarnar eru langt frá því að vera látlausar en hótelið vel staðsett og er það hótel í borginni sem fær þriðju bestu dómana á Tripadvisor. Ferðablað Sunday Times segir útsýnið frá herbergjunum framúrskarandi, sérstaklega frá áttundi hæð. Ef bókað er á heimasíðu hótelsins kostar nóttin í júní um 35.000 krónur en hér má finna herbergi á NasHotel á undir þrjátíu þúsund.

Alexander House og Pushka Inn – 35.000 kr.

Af þeim 228 hótelum í Sankti Pétursborg sem Tripadvisor hefur á skrá sinni þá fá þessi tvö bestu dómana. Blaðamaður NY Times mælir líka með Alexander House sem er tuttugu herbergja gististaður. Fram í ágúst kosta herbergin frá rúmum 40.000 en svo lækkar hótelstjórarnir verðið.

Corinthia Hotel – 40.000 kr.

Þetta fimm stjörnu hótel er innréttað í klassískum rússneskum stíl og er eitt af fínu hótelunum sem Conde Nast Traveler bendir fólki á. Nóttin kostar að lágmarki fjörtíu þúsund í ágúst en aðeins meira fyrri hluta sumars. En með því að nota bókunarvélina hér þá er hægt að finna herbergi á rúmar 33 þúsund krónur.

Smelltu hér til að leita að fleiri hótelum í Sankti Pétursborg

TENGDAR GREINAR: Rússlandsreisan hefst í Túngötu

Mynd: Archer10/Creative Commons

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …