Íslenskum túristum fjölgar í Kaupmannahöfn

Ferðum okkar til höfuðborgar Danmerkur hefur farið fjölgandi jafnt og þétt síðustu þrjú ár ef miðað er við fjölda gistinátta. Íslendingar eru líklegri til að gista á hóteli en aðrir ferðamenn í Kaupmannahöfn.

Árið 2007 sváfu íslenskir ferðamenn að jafnaði í einu af hverju hundrað hótelherbergjum Kaupmannahafnar. Í dag er hlutfallið nærri þrefalt minna því komur Íslendinga til borgarinnar eru sjaldgæfari nú en fyrir fimm árum síðan. Á sama tíma hefur ferðamönnum frá öðrum löndum fjölgað í dönsku höfuðborginni samkvæmt tölum frá hagstofunni þar í landi.

Hátt fall eftir hrun

Þegar mest lét voru gistinætur Íslendinga í Kaupmannahöfn nærri áttatíu þúsund talsins en í fyrra voru þær rúmlega þrjátíu þúsund eins og sést á súluritinu hér fyrir neðan. Algjört hrun varð í ferðalögum Íslendinga til gömlu höfuðborgarinnar árið 2009, eins og gefur að skilja, en síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Nóttunum fjölgaði um fimm af hundraði á síðasta ári. Það er nákvæmlega jafn mikil aukning og var í fjölda brottfara Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli í fyrra.

Níu af tíu á hóteli

Af þeim nærri níu milljón gistinóttum sem ferðamenn í Kaupmannahöfn keyptu á síðasta ári voru um áttatíu prósent þeirra á hótelum. Afgangurinn skiptist m.a. á milli farfuglaheimila og tjaldstæða. Rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum tékkaði sig hins vegar inn á hótel í Kaupmannahöfn.

Fjöldi gistinátta Íslendinga í Kaupmannahöfn árin 2005 til 2012:

 

VILTU FRÍAN MORGUNMAT Í KAUPMANNAHÖFN?

TENGDAR GREINAR: 5 góð kaffihús í Kaupmannahöfn Þrír af hverjum fjórum með Icelandair

Heimild: Danska hagstofan