Loftbrú til London

Icelandair fjölgar brátt ferðum sínum til Lundúna og þar með geta íslenskir túristar valið úr fimm brottförum á dag til borgarinnar.

Easy Jet bætti nýverið við fjórðu vikulegu ferð sinni héðan til Lundúna. Wow air fer þrettán ferðir til borgarinnar á viku og Icelandair fjölgar brátt brottförum sínum úr sextán upp í átján. Þar með verða í boði að jafnaði fimm flug á dag frá Keflavík til bresku borgarinnar í hverji viku í sumar og haust.

Ferðirnir til Kaupmannahafnar eru álíka margar en þessar tvær borgir bera höfuð og herðar yfir aðra áfangastaði í brottförum talið.

Flestar ferðir til Gatwick

Lendingarleyfi á Heathrow eru löngu uppseld og dæmi eru um að þau hafi verið seld fyrir um fimm milljarða króna. Icelandair á tvö leyfi og flýgur til Heathrow fjórtán sinnum í viku. Síðasta haust bætti félagið Gatwick flugvelli við leiðakerfi sitt og í vor verður einni vikulegri ferð þangað bætt við og annarri í haust.

Þegar Wow air hóf starfssemi var Stansted flugvöllur heimahöfn félagsins í London en nú flýgur Wow til Gatwick og ferðirnir héðan til þessa næststærsta flugvallar Lundúna eru þá fleiri en til Heathrow. Easy Jet notast við Luton flugvöll í Lundúnarflugi sínu.

NÝJAR GREINAR: Meira en 60 ferðir til 26 landa í 5 heimsálfum
TENGDAR GREINAR: Keflavíkurflugvöllur nú meðal 100 stærstu í Evrópu

Myndir: Visit London