Metár í Vegas

Aldrei áður hafa jafn margir freistað gæfunnar í Las Vegas og hvergi eru hótelin vestanhafs jafn mikið bókuð.

Nærri fjörtíu milljónir manna lögðu leið sína til Las Vegas í fyrra. Þetta er nýtt met og fjölgaði ferðamönnum í spilavítaborginni um átta hundruð þúsund á milli síðustu tveggja ára. Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í Las Vegas eru brattir og telja víst að í ár fari fjöldi túrista í borginni yfir fjörtíu milljónir.

Verðið hækkar

Í Bandaríkjunum er að jafnaði gist í sex af hverjum tíu hótelherbergjum. Í Las Vegas er hlutfallið hins vegar nærri 85 prósent sem er met vestanhafs samkvæmt tilkynningu frá ferðamálaráði borgarinnar. Þar segir jafnframt að daglega séu fleiri hótelherbergi bókuð Las Vegas en á nokkrum öðrum stað í Bandaríkjunum.

Þessar auknu vinsældir hafa leitt til þess að meðalverð á hótelherbergi hækkaði um fimm dollara í fyrra og er komið upp í 108 dollara (13.875 kr.).

Tekur af spilavítum Las Vegas hækkaðu um rúm tvö prósent í fyrra.

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu í Las Vegas
TILBOÐ: Viltu 10% afslátt af gistingu í París?

Mynd: Lvcva