Mikil aukning í millilandaflugi

Áætlunarferðir frá Keflavík voru mun fleiri í janúar en á sama tíma í fyrra. Icelandair fjölgaði ferðum sínum um sjötíu.

Umferð farþegaþota um Keflavíkurflugvöll jókst um fjórðung í síðasta mánuði í samanburði við janúar 2012 samkvæmt talningu Túrista. Munar þar mestu um aukin umsvif Icelandair en félagið er það langstærsta í millilandaflugi hér á landi með rúmlega átta af hverjum tíu brottförum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Fleiri erlend félög

Í heildina fjölgaði ferðunum út um 106, þar af voru sjötíu á vegum Icelandair. Wow air flaug nokkru meira en Iceland Express gerði fyrir ári síðan en einnig munar um ferðir Norwegian og EasyJet en hvorugt þessara félaga var með starfssemi hér fyrir ári síðan. Erlendu félögunum hefur því fjölgað úr einu í þrjú yfir vetrarmánuðina.

Hlutdeild félaganna á Keflavíkurflugvelli í janúar 2013

  1. Icelandair: 81,5%
  2. Wow air: 11,8%
  3. Norwegian: 2,6%
  4. EasyJet: 2,3%
  5. SAS: 1,6%
  6. Primera Air: 0,2%

SMELLTU EF ÞÚ VILT FÁ FRÍAN MORGUNMAT Í FRÍINU
HÓTEL: Finndu hagstæðustu gistinguna í London

Mynd: Wikicommons