Nú kemstu beint til Toronto allt árið

Icelandair ætlar ekki lengur að gera hlé á flugi sínu til Toronto yfir veturinn. Frá og með mars verður flogið allt árið um kring til borgarinnar.

Heimsborgirnar leggjast ekki í dvala yfir veturinn og stærsta borg Kanada er þar engin undantekning. Það er því ánægjulegt fyrir íslenska ferðamenn að forsvarsmenn Icelandair hafi nú ákveðið að fljúga til Toronto allt árið um kring frá og með 8. mars n.k.

Hingað til hefur Icelandair gert hlé á flugi sínu til borgarinnar yfir háveturinn en nú verður breyting á og í boði verða fjórar ferðir á viku.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Toronto verður fimmti heilsársstaður Icelandair í N-Ameríku, hinir eru Boston, Seattle, Denver og New York.

Fjölga líka ferðum til Parísar og Amsterdam

Þá hefur Icelandair hefur ákveðið að fljúga daglega til Parísar næsta vetur. Hingað til hefur verið flogið til og frá höfuðborg Frakklands fimm sinnum í viku þegar minnst er í janúar- og febrúarmánuðum, en fer nú í sjö ferðir á viku.

Einnig verður bætt við ferðum til Amsterdam og verður flogið daglega allt næsta ár nema í janúar og febrúar þegar ferðirnar eru sex á viku.

TENGDAR GREINAR: Hótel heimamanna í Toronto
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingum í Toronto

Mynd: Ferðamálaráð Toronto