Samkeppni í flugi til Brussel í sumar

Flugfélag í eigu ferðaskrifstofunnar Thomas Cook verður eini nýliðinn í millilandaflugi frá Íslandi í ár. Fyrirtækið ætlar að fljúga héðan til höfuðborgar Belgíu yfir hásumarið.

Í júlí og ágúst geta íslenskir túristar valið úr fimm ferðum á viku til Brussel, umtöluðustu borgar íslenskra stjórnmála. Því auk þriggja ferða Icelandair mun Thomas Cook fljúga frá Keflavík til Belgíu á mánudags- og laugardagskvöldum yfir sumarmánuðina tvo. Í viðtali við Túrista segir talsmaður Thomas Cook að hann telji að það sé eftirspurn eftir fleiri ferðum til Íslands, bæði frá belgískum ferðaskrifstofum og einstaklingum. Hann segir að félagið muni nota 144 sæta Airbus vélar í fluginu og ódýrustu miðarnir, aðra leið, verði á 124 evrur. Það jafngildir rúmum 21.200 krónum en til samanburðar eru lægstu fargjöld Icelandair á þessari leið 20.800 krónur. Icelandair flýgur til Brussel tvo til þrjá morgna í viku frá lokum maí og fram í enda október.

Hótelin lækka verðið um helgar

Það eiga margir kontóristar erindi til Brussel á virkum dögum því þar eru aðalskrifstofur Evrópussambandsins, Nato og fleiri stofnanna. Af þessum sökum er hótelverð í borginni nokkuð hátt frá mánudegi til föstudags en um helgar er hægt að fá góðan afslátt (sjá grein um nokkur ódýr hótel í Brussel). Það er því hægt að setja saman nokkuð ódýra helgarferð til þessarar þessarar borgar þar sem matarmenningin er á mjög háu plani.

Thomas Cook verður eina nýja flugfélagið sem flýgur héðan í sumar en í fyrra bættust Norwegian og EasyJet í hópinn.

VILTU 10% AFSLÁTT AF GISTINGU Í LONDON?

BÍLALEIGUBÍLAR: Rentalcars.com lofar lægsta verðinu
NÝJAR GREINAR: Metár í VegasHóteltékk í Berlín

Fylgstu með Túrista á Facebook

Mynd: VisitBrussels.com