Stærsta lággjaldafélag Spánar hefur flug til Íslands

Spænska flugfélagið Vueling er í mikilli sókn á Norðulöndum og í sumar hefst áætlunarflug félagsins frá Keflavík til Katalóníu.

„Við byrjum að fljúga til Íslands frá Barcelona þann 20. júní og miðarnir voru að fara í sölu rétt áðan“, segir Tania Galesi Villa, talskona Vueling, í samtali við Túrista.

Spænska lággjaldaflugfélagið verður þar með þriðji valkosturinn fyrir þá sem ætla að heimsækja höfuðborg Katalóníu í sumar. Vueling mun aðeins bjóða upp á næturflug á þriðjudögum og föstudögum fram í miðjan september. Félagið bætist þar með í flokk erlenda flugfélaga sem flýgur aðeins hingað á nóttunni.

Lægsta verðið

Líkt og kom fram í nýlegri verðkönnun Túrista þá kostar flug til Barcelona og tilbaka í sumar sjaldan undir sextíu þúsund krónum. Lítill munur var þá á Icelandair og WOW air. Lausleg athugun á heimasíðu Vueling leiðir í ljós að verð félagsins eru á svipuðum nótum og hjá þeim íslensku. Þó má finna hjá því spænska fargjöld á tæpar sautján þúsund krónur (99 evrur), aðra leiðina, í júní. Við lægsta gjaldið bætist tvö þúsund króna töskugjald en hjá Wow air er farangursgjaldið 2900 krónur.

Vueling flýgur til meira en 100 áfangastaða og verður Keflavík sá níundi á Norðurlöndum.

Sjá heimasíðu Vueling

VILTU 10% AFSLÁTT Í PARÍS?

HÓTEL: Finndu gott verð á hótelum í Barcelona
NÝJAR GREINAR: Keflavíkurflugvöllur nú á meðal 100 stærstu í Evrópu

Mynd: Vueling