Stundvísitölur: Komum seinkar oftar

klukka

Áætlun Icelandair hélt oftar en Wow síðustu tvær vikur en komutímar riðlast miklu frekar en brottfarir.

Samtals stóðu Icelandair og Wow air fyrir 231 ferð til útlanda á fyrri hluta mánaðarins. Aðeins þrettán sinnum seinkaði ferðunum. Hjá Icelandair var 96 prósent flugtaka í Keflavík á tíma en hlutfallið var lægra hjá Wow air eða 86 prósent. Komutímar þess fyrrnefnda héldu hins vegar ekki eins oft eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Í heildina voru félögin því nærri jafn stundvís á tímabilinu.

Icelandair flaug um sjö sinnum oftar en Wow á tímabilinu. EasyJet, Norwegian, SAS og Primera Air voru líka á ferðinni fyrri tvær vikur mánaðarins en þó mun sjaldnar.

Stundvísitölur fyrri hluta febrúar 2013

1.-15.feb. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 96% 3 mín 72% 5 mín 84% 4 mín 403
WOW air 86% 7 mín 79% 7 mín 83% 7 mín 58

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í LondonÓkeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons