Stundvísitölur: Rúmlega 9 af 10 á tíma

klukka

Það gekk næstum snurðulaust að halda áætlun ferða frá landinu seinni tvær vikurnar janúar.

Það eru góðar fréttir fyrir íslenska túrista að bæði Icelandair og Wow air fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli á réttum tíma í nær öllum tilfellum þessa dagana.

Seinni hluta janúarmánaðar voru brottfarir samkvæmt áætlun í meira en níu af hverjum tíu skiptum. Meðaltöfin var um þrjár mínútur. Það þurftu því fáir að eyða óþarfa tíma í Leifsstöð nema kannski þeir sem fóru út á völl til að sækja ættingja því komutímar héldu ekki eins oft eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Stundvísitölur seinni hluta janúar 2013

16.-31.jan. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 92% 3 mín 80% 5 mín 86% 4 mín 431
WOW air 93% 2,5 mín 87% 7,5 mín 90% 5 mín 59

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í LondonÓkeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons