Casper úr Klovn mælir með afrískri kjötveislu fyrir Íslendinga

Casper í Klovn er núna Casper í Kongó og hann segir bushmeat vera réttinn fyrir íslenska ferðamenn sem líta þar við.

Nú er Kongó að finna í Köben, nánar tiltekið við Store Kongensgade 34. Það er annar Klovn félaganna, Casper Christensen, sem hefur opnað veitingastað sem sækir nafn sitt, Kongó, til landanna tveggja í Afríku.

Matseðillinn er að hluta til undir áhrifum frá þessum heimshluta en þar er meðal annars að finna andahjörtu, svartan danskan humar og súpu úr reyktum beinum. Vertinn sjálfur er þó ekki í vafa um hvaða réttur á maðseðlinum muni falla best að íslenskum bragðlaukum. „Það er bushmeat, kjötveisla með hellingi af meðlæti“, segir Casper þegar Túristi forvitnaðist um staðinn hans.

Ekkert fyrir og eftir

Þeir sem fylgja ráðum Caspers þurfa að borga 424 danskar krónur (um 9300 íslenskar) fyrir veisluna en hún samanstendur af nærri 20 mismunandi réttum og meðlæti. Það er því ekki að furða að Casper hafi engar tillögur að dægradvöl fyrir íslenska ferðamenn í borginni fyrir utan heimsókn til Kongó. „Það er ekkert fyrir og ekkert eftir Congo„, segir hann kokhraustur.

VILTU FRÍAN MORGUNMAT Í KAUPMANNAHÖFN?

NÝJAR GREINAR: Flogið til 44 áfangastaða í sumar

Myndir: Congo restaurant