Fargjöld hafa lítið breyst frá í fyrra

Síðasta sumar lækkuðu fargöld Iceland Express og Wow Air reglulega skömmu fyrir brottför. Nú er þessu öfugt farið því ef bókað er far í dag með Wow Air til London eftir fjórar vikur þá kostar það a.m.k. rúmum tólf þúsund krónum meira en það kostaði fyrir tveimur mánuðum. Icelandair hefur hækkað sitt verð um nærri sextíu prósent eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til London í viku 16 (15.-21.apríl 2013) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

London Bókað 23.jan

Bókað 21.mar

Breyting
easyJet* 31.576 kr. 38.635 kr. +22%
Icelandair 40.760 kr. 64.810 kr. +59%
WOW air* 39.835 kr. 52.173 kr. +31%

 

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 16 (15.-21.apr) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

Fargjöld Icelandair til Kaupmannahafnar um miðjan apríl hafa hækkað mikið frá því í lok janúar. Hækkunin hjá Wow Air er mun minni eða 16 prósent.

Kaupmannahöfn Bókað 23.jan
Bókað 21.mar
Breyting
Icelandair 39.320 kr. 67.700 kr. +72%
WOW air* 37.560 kr. 43.742 kr. +16%

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til Oslóar í viku 16 (15.-21.apríl 2013) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

Verð á farmiðum til höfuðborgar Noregs eru almennt lægri en til Kaupmannahafnar og London. Í dag kostar þangað eftir 4 vikur um 32 þúsund hjá Norwegian og Icelandair hefur aðeins hækkað sitt far um 6 prósent. Það er mun minni hækkun en á fargjöldum félagsins til hinna borganna tveggja. Túristi hóf nýlega að fylgjast með fargjöldum til Oslóar og getur því ekki séð hver þróunin hefur verið síðastliðið ár.

Osló Bókað 23.jan

Bókað 21.mar

Breyting
Icelandair 38.503 kr. 40.710 kr. +6%
Norwegian* 39.503 kr. 31.952 kr. -19%
SAS 30.196 kr. 38.646 kr. +28%

Ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir, í viku 24 (10-16.júní) til Kaupmannahafnar, London og Oslóar:

Kaupmannahöfn Verð Osló Verð London Verð
Icelandair 39.300 kr. Icelandair 38.210 kr. easyJet* 36.308 kr.
WOW air* 36.742 kr. Norwegian* 38.381 kr. Icelandair 43.560 kr.
SAS 46.086 kr. WOW air* 38.173 kr.

 

 

 

 

Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar og því stundum úr fáum flugum að velja, sérstaklega hjá Easy Jet og Norwegian. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér)

*Easy Jet, Norwegian og Wow air rukka fyrir innritaðan farangur. Gjaldi fyrir eina tösku er bætt við fargjaldið í samanburðinum. Miðað er við gengi evru og norskrar krónu í dag.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í LondonFrír morgunmatur í Kaupmannahöfn
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu besta kostinn

Mynd: Visit London