Fimm furðulegar flugleiðir

Afhverju er flogið beint milli Stokkhólms og Sulaymaniyah í Írak og afhverju ferðast svona margir Skotar frá Aberdeen til Baku?

Frá Keflavík er boðið upp á beint flug til fjölmarga borga (sjá kort) og einhverjum útlendingum gæti þótt erfitt að skilja afhverju flogið er héðan til Anchorage í Alaska og allt að þrisvar sinnum á dag til Boston.

Þessar flugleiðir rötuðu þó ekki inn á lista Wall Street Journal yfir þær sérkennilegustu sem í boði eru um þessar mundir. En samkvæmt blaðinu eiga flugleiðirnar á listanum það allar sammerkt að vera vinsælar. Til að mynda er sætanýtingin hjá flugfélaginu Germania yfir 90 prósent þegar flogið er með Kúrda milli Þýskalands og Írak.

Furðulegustu flugleiðirnar:

Birmingham, Englandi og Amristar, Indlandi

Í bresku borginni búa fjölmargir sem aðhyllast Sikh trúarbrögð og þeir fara í pílagrímaferðir til Amristar. Armavia heitir félagið sem flýgur á milli.

Houston, Bandaríkjunum og Laos í Nígeríu

Olíuiðnaðurinn blómstrar í báðum þessum borgum og það kallar á góðar samgöngur fyrir fólk, tæki og tól. Continental sér um ferðirnar.

París, Frakklandi og Cincinnati, Bandaríkjunum

Delta flugfélagið er víst með verksmiðjur í nágrenni við þessar ólíku borgir og þarf að fljúga varahlutum í flugvélar á milli.

Aberdeen, Skotlandi og Baku, Aserbadjan

Í Baku er olíuvinnsla mikilvæg atvinnugrein og Aberdeen er miðstöð jarðolíu í Evrópu. Ríkisflugfélag Asera sér um samgöngurnar.

Frá Dusseldorf, Munchen og Stokkhólmi yfir til Ebril og Sulaymaniyah í Írak

Kúrdar í Evrópu fljúga á fornar slóðir með þýska félaginu Germania.

NÝTT: Vegvísir fyrir Frankfurt

 

Mynd: Ildikó Lukács/imagebank.sweden.se