Hjólað í H&M

Það er töff að hjóla en hjólreiðafólk er þó oftast púkó til fara. En nú er von fyrir þá sem láta klæðnaðinn standa í vegi fyrir því að þeir skilja bílinn eftir heima einn og einn dag.

Forráðamenn sænska verslunarrisans H&M veðja á að það komist í tísku að hjóla til og frá vinnu. Þeir hafa því fengið þekktan breskan hjólavöruframleiðanda til að sníða föt á þá sem kjósa að komast á leiðarenda fyrir eigin afli.

FatalínaN kom í 180 H&M búðir í dag og hefur hún meðal annars að geyma stuttermaboli með vösum á mjóbaki, sveigjanlegar stuttbuxur og blaserjakka. Allt hannað með þarfir hjólareiðafólks í huga.

Þeir sem ætla nýta sér komandi góðviðrisdaga til að hjóla í búðina, vinnuna og bíó ættu að koma við í H&M eigi þeir leið framhjá einni slíkri á næstunni.

VILTU FRÍAN MORGUNMAT Í KÖBEN?

NÝJAR GREINAR: Flogið til 44 áfangastaða í sumar

Mynd: HM.com