Sex bestu hótelin í Orlando fyrir barnafjölskyldur

Samkvæmt notendum ferðasíðunnar Tripadvisor eru 6 af 25 fjölskylduvænstu hótelum í heimi að finna í Orlando

orlando skilti 860

Það eru fjölmargir hér á landi sem brjóta upp veturinn með því að dvelja í sólinni á Flórídaskaga. Það er ekki aðeins góða veðrið sem heillar því sennilega eru fáir staðir í heiminum sem getað státað af álíka úrvali af skemmtigörðum og finna má í Orlandó og nágrenni. Það er því nóg við að vera fyrir börnin á þessum slóðum og svo virðist sem hótelin þar standi sig vel þegar kemur að því að hýsa fjölskyldur. Alla vega komust sex hótel í Orlandó á lista Tripadvisor yfir 25 bestu fjölskylduhótel í heimi.

Samkvæmt lauslegri könnun Túrista þarf að borga að minnsta kosti fimmtán þúsund krónur fyrir nóttina á  fjölskylduherbergi á þessum hótelum. Með því að smella á nöfn hótelanna hér fyrir neðan má hins vegar gera verðsamanburð á gistingunni og finna ódýrasta kostinn.

Sex fjölskylduvænstu hótelin í Orlandó:

Floridays Resort Orlando

World Quest Orlando Resort

Bay Lake Tower at Disney´s Contemporary Resort

Disney´s Beach Club Resort

Lake Buena Vista Resort village and spa

Marriot´s Harbour Lake

FLEIRI HÓTEL Í ORLANDO:

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM Á FLÓRÍDA
AUÐVELT AÐ FINNA ÓDÝRARI BÍLALEIGUBÍL Í ORLANDO