Samfélagsmiðlar

Hvar er ódýrast að sjá Paul McCartney í sumar?

Bítilinn ætlar að spila á þrennum tónleikum í Evrópu í sumar og svo einkennilega vill til að borgirnar sem hann hefur valið byrja alla á bókstafnum v.

Það ennþá heilmikið fjör í Paul McCartney og hann hefur verið duglegur við að troða upp síðustu ár. Í vor og sumar fer á hann á ferðina á ný og heldur nokkra tónleika í Brasilíu og þrenna í Evrópu. Þeir fyrstu verða í Varsjá, svo er ferðinni heitið til Verona og að lokum treður hann upp í Vínarborg.

Túristi bar saman kostnaðinn við að gera sér ferð til þessara þriggja borga í júní til að sjá bítilinn.

Varsjá laugardaginn 22. júní

Það er líklegt að hátt í sextíu þúsund manns muni taka undir með Paul í Hey Jude á þjóðarleikvangi Pólverja í júní. Ódýrustu miðarnir á tónleikana kosta tæpar tíu þúsund krónur (242 zloty) en þeir dýrustu er á rúmar fjörtíu þúsund. Wow Air flýgur tvisvar í viku til höfuðborgar Póllands og ef haldið er út föstudaginn 21. júní og heim á mánudeginum kostar farið 63.812 krónur. Með hótelleit Túrista má finna ódýra gistingu í Varsjá í lok júní, til dæmis kosta þrjár nætur á hinu fjögurra stjörnu hóteli Polonia Palace tæpar þrjátíu þúsund krónur.

Ef tveir deila herbergi þá kostar tónleikaferðin til Varsjár innan við nítíu þúsund krónur.

Verona þriðjudaginn 25. júní

Bæði Icelandair og Wow Air fljúga til Milanó en þaðan tekur um nítíu mínútur að komast til Verona. Tónleikarnir fara fram í rómverska hringleikahúsinu Arena en miðasala er ekki hafin. Flugið með Wow Air laugardaginn fyrir tónleika og heim viku síðar kostar 81.597 krónur (án farangurs) og ódýrasta farið með Icelandair, dagana í kringum tónleikana, er á 94.430 krónur. Hótelherbergi í Verona eru aðeins dýrari en í Varsjá.

Það er sennilega erfitt að halda kostnaði við ferðalag til Verona undir 150 þúsund krónum.

Vínarborg fimmtudaginn 27. júní

Ef Paul hefur náð tökum á þýsku þann tíma sem hann bjó í Hamborg fyrir rúmum fimmtíu árum síðan er líklegt að hann slái um sig á þeirri tungu á sviðinu á Happel leikvanginum í Vínarborg. Þeir sem vilja verða vitni að því komast inn á völlinn fyrir 9600 krónur (60 evrur). Meðlimir í aðdáendaklúbbi kappans fá þó miðana aðeins ódýrari. Austurríska lággjaldaflugfélagið Niki er það eina sem flýgur milli Keflavíkur og Vínar og ef lagt er í hann 26. júní og heim 2. júlí kostar farið um 85 þúsund krónur. En Niki býður líka upp á þann valkost að fljúga héðan með systurfélaginu Airberlin í gegnum Munchen og þá kostar farið 61.447 krónur (án farangurs). Hér má finna alls kyns tilboð á gistingu í Vínarborg, m.a. Daniel Vienna sem er fjögurra stjörnu hótel sem fengið hefur mikið lof ferðaskríbenta undanfarin misseri.

Þeir sem eru til í að millilenda á leiðinni til Vínar geta komist á tónleikana þar fyrir álíka mikið og þeir sem halda til Varsjár. Í Póllandi er hins vegar ódýrara að vera en í Austurríki.

Á heimasíðu Paul er hægt að bóka miða og fylgjast með hvort hann bæti Valencia, Vilnius eða kannski Vík við tónleikaröðina.

TILBOÐ: Viltu 10% afslátt af gistingu í Edinborg?

Mynd: Oli Gill/Wikicommons

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …