Samfélagsmiðlar

Hvar er ódýrast að sjá Paul McCartney í sumar?

Bítilinn ætlar að spila á þrennum tónleikum í Evrópu í sumar og svo einkennilega vill til að borgirnar sem hann hefur valið byrja alla á bókstafnum v.

Það ennþá heilmikið fjör í Paul McCartney og hann hefur verið duglegur við að troða upp síðustu ár. Í vor og sumar fer á hann á ferðina á ný og heldur nokkra tónleika í Brasilíu og þrenna í Evrópu. Þeir fyrstu verða í Varsjá, svo er ferðinni heitið til Verona og að lokum treður hann upp í Vínarborg.

Túristi bar saman kostnaðinn við að gera sér ferð til þessara þriggja borga í júní til að sjá bítilinn.

Varsjá laugardaginn 22. júní

Það er líklegt að hátt í sextíu þúsund manns muni taka undir með Paul í Hey Jude á þjóðarleikvangi Pólverja í júní. Ódýrustu miðarnir á tónleikana kosta tæpar tíu þúsund krónur (242 zloty) en þeir dýrustu er á rúmar fjörtíu þúsund. Wow Air flýgur tvisvar í viku til höfuðborgar Póllands og ef haldið er út föstudaginn 21. júní og heim á mánudeginum kostar farið 63.812 krónur. Með hótelleit Túrista má finna ódýra gistingu í Varsjá í lok júní, til dæmis kosta þrjár nætur á hinu fjögurra stjörnu hóteli Polonia Palace tæpar þrjátíu þúsund krónur.

Ef tveir deila herbergi þá kostar tónleikaferðin til Varsjár innan við nítíu þúsund krónur.

Verona þriðjudaginn 25. júní

Bæði Icelandair og Wow Air fljúga til Milanó en þaðan tekur um nítíu mínútur að komast til Verona. Tónleikarnir fara fram í rómverska hringleikahúsinu Arena en miðasala er ekki hafin. Flugið með Wow Air laugardaginn fyrir tónleika og heim viku síðar kostar 81.597 krónur (án farangurs) og ódýrasta farið með Icelandair, dagana í kringum tónleikana, er á 94.430 krónur. Hótelherbergi í Verona eru aðeins dýrari en í Varsjá.

Það er sennilega erfitt að halda kostnaði við ferðalag til Verona undir 150 þúsund krónum.

Vínarborg fimmtudaginn 27. júní

Ef Paul hefur náð tökum á þýsku þann tíma sem hann bjó í Hamborg fyrir rúmum fimmtíu árum síðan er líklegt að hann slái um sig á þeirri tungu á sviðinu á Happel leikvanginum í Vínarborg. Þeir sem vilja verða vitni að því komast inn á völlinn fyrir 9600 krónur (60 evrur). Meðlimir í aðdáendaklúbbi kappans fá þó miðana aðeins ódýrari. Austurríska lággjaldaflugfélagið Niki er það eina sem flýgur milli Keflavíkur og Vínar og ef lagt er í hann 26. júní og heim 2. júlí kostar farið um 85 þúsund krónur. En Niki býður líka upp á þann valkost að fljúga héðan með systurfélaginu Airberlin í gegnum Munchen og þá kostar farið 61.447 krónur (án farangurs). Hér má finna alls kyns tilboð á gistingu í Vínarborg, m.a. Daniel Vienna sem er fjögurra stjörnu hótel sem fengið hefur mikið lof ferðaskríbenta undanfarin misseri.

Þeir sem eru til í að millilenda á leiðinni til Vínar geta komist á tónleikana þar fyrir álíka mikið og þeir sem halda til Varsjár. Í Póllandi er hins vegar ódýrara að vera en í Austurríki.

Á heimasíðu Paul er hægt að bóka miða og fylgjast með hvort hann bæti Valencia, Vilnius eða kannski Vík við tónleikaröðina.

TILBOÐ: Viltu 10% afslátt af gistingu í Edinborg?

Mynd: Oli Gill/Wikicommons

 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …