Margir vilja sá David Bowie í London

Miðar á sýningu um feril hins sextíu og sex ára gamla tónlistarmanns eru eftirstóttir.

Í byrjun árs rauf tónlistarmaðurinn David Bowie þögnina og gaf út sitt fyrsta lag í nærri áratug. Ný plata kom svo nýlega í verslanir og á laugardaginn opnar sýning tileinkuð Bowie á Victoria and Albert safninu í London.

Þar geta aðdáendur hans virt fyrir sér handrit af textum, gamla búninga og hljóðfæri í eigu mannins. Einnig verður þar mikið úrval af ljósmyndum og kvikmyndum til sýnis.

Það kostar um 17 pund inn (um 3200 krónur) en eins og staðan er núna þá þarf að bóka með góðum fyrirvara. Miðarnir hafa nefnilega verið rifnir út og það er uppselt fram í miðjan apríl. Hér má bóka miða.

TENGDAR GREINAR: Ferðamálafrömuðir í Berlín fíla Bowie