Meirihlutinn rukkar fyrir innritaðan farangur

Átta af þeim fimmtán flugfélögum sem halda uppi áætlunarflugi frá Keflavík í sumar rukka farþega fyrir innritaðan farangur. Gjaldið getur numið rúmum þrjú þúsund krónum fyrir hvora leið.

Helmingur farþega Wow Air ferðast með meira en handfarangur og hjá Icelandair innrita um níu af hverjum tíu farþegum töskur samkvæmt upplýsingum frá félögunum. Farþegar Wow Air borga 2.900 krónur fyrir hverja tösku, hvora leið, en hjá Icelandair fylgir ein taska með í kaupunum ef flogið er innan Evrópu en tvær ef ferðinni er heitið til N-Ameríku.

Dýrast hjá Easy Jet

Í sumar munu fimmtán félög halda uppi áætlunarflugi héðan og átta þeirra rukka sérstaklega fyrir farangurinn samkvæmt athugun Túrista (Smelltu hér til að sjá hverjir fljúga hvert). Fimm félög heimila eina til tvær töskur án þess að greitt sé aukalega.

Farangursgjald Easy Jet er það hæsta hér á landi eða 3.100 krónur. Það kostar því 6.200 krónur að taka með sér eina tösku, báðar leiðir, ef flogið er með breska lággjaldaflugfélaginu. Vueling og Wow Air rukka aðeins minna. Farangursgjald þessara þriggja félaga er nokkru hærra en hinna fimm sem rukka fyrir farangurinn eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þess ber að geta að sum erlendu flugfélögin heimila eina tösku ef bókaðir eru farmiðar úr dýrari verðflokkum.

Farangursgjald flugfélaganna

Félag Gjald¹
Airberlin 2.400 kr.
Air Greenland Innifalið
Delta Innifalið
EasyJet 3.100kr.
German Wings 1.600 kr.
Icelandair Innifalið
Lufthansa Innifalið
Fly Niki 2.400 kr.
Norwegian 1.500 kr.
Primera Air Innifalið
SAS Innifalið
Thomas Cook Innifalið
Transavia 2.400 kr.
Vueling 3.000 kr.
Wow Air 2.900 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1: Verð fyrir eina tösku (max. 20 kg.), aðra leið, þegar bókað er á netinu. Mun dýrara á flugvellinum.
2: Gjöld erlendu félaganna eru umreiknuð í krónur m.v. gengi dagsins og námunduð að hundraði þar sem gengi krónunnar flöktir mikið.

Fylgstu með Túrista á Facebook

Viltu 10% afslátt af gistingu í París?

NÝJAR GREINAR: Keflavíkurflugvöllur fjórði besti í Evrópu

Mynd: geishaboy500/Creative Commons