Páskar á Kanarí fyrir minna en 100 þúsund

Tilhugsunin um að liggja á meltunni á sólbekk á páskadag er örugglega freistandi í hugum margra. Ferðir til Kanarí í lok mánaðarins eru á tilboði.

Það er eiginlega regla frekar en undantekning að það snjói hér um páska. Elstu menn á Kanarí hafa hins vegar aldrei heyrt minnst á páskahret.

Þeim sem hryllir við tilhugsuninni um snjó og krap og hafa tök á því að fara suður á bóginn undir lok mánaðarins komast til Kanarí fyrir minna en 100 þúsund krónur með Vita og Heimsferðum.

Hjá þeim síðarnefndu kostar tveggja vikna ferð 89.900 krónur en þeir sem bóka tilboðið fá ekki að vita hvar þeir gista fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Þeir sem vilja eyða öllum vafa geta bókað tíu daga Kanaríferð hjá VITA fyrir 96.360 krónur.

TENGDAR GREINAR: Afköstin aukast til muna eftir Kanaríferð

Mynd: Turismo Canarias