Safn ársins setur nýlistina undir græna torfu

Þýskir listfræðingar telja eitt vinsælasta safnið í Frankfurt það fremsta í landinu.

Stór plaköt merkt Städel fara ekki fram hjá þeim sem ganga um götur Frankfurt. Sérstaklega ef leiðinni er heitið yfir brýrnar í átt að Sachsenhausen hverfinu en þar stendur Städel safnið.

Städel er eitt af þeim 26 söfnum sem raða sér upp við bakka Main fljótsins og þykir ekki aðeins vera það forvitnilegasta af þeim öllum því það var nýverið kjörið það besta í Þýskalandi. Í eigu safnsins er mikið úrval af evrópskum verkum síðustu sjö alda og má auðveldlega verja góðum dagsparti í að gera þessu skil.

Í fyrra heimsóttu um 440 þúsund manns Städel en fyrr á árinu var tekin í notkun stór viðbygging undir bakgarðinum en þar má finna verk frá lokum seinni heimstyrjaldar og til dagsins í dag.

Í vegvísi Túrista fyrir Frankfurt má finna meiri upplýsingar um Städel og annað áhugavert í fjármálamiðstöð Þýskalands.

VILTU FRÍTT FREYÐIVÍN UPP Á HERBERGI Í BERLÍN?

NÝJAR GREINAR: Flogið til 44 áfangastaða í sumar

Mynd: Städel