Samband sætisbelta og spjaldtölva senn á enda

Góð tíðindi fyrir þá sem vilja ekki þurfa að drepa tímann um borð með spjalli eða með því að fletti bókum og blöðum.

Um leið og slökkt er á sætisbeltaljósum eftir flugtak eru margir sem teygja sig í tölvur enda bannað að nota þær á meðan að ljósið logar. Einhverjir þurfa að vinna og svo eru aðrir sem eru aðeins með lesefni á tölvutæku formi. Og ef ekkert afþreyingarkerfi er í stólbakinu fyrir framan þá er hætt við að mörg börn verði óþolinmóð ef þau fá ekki skjá í hendurnar.

Símar enn í banni

Óhætt er að fullyrða að með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva hefur notkun á raftækjum um borð aukist. Bandarísk flugmálayfirvöld fundu sig því knúin til að ganga úr skugga um hvort þessi tæki hafa í raun truflandi áhrif á stjórnbúnað flugvéla eins og hingað til hefur verið talið. Samkvæmt frétt New York Times gefa niðurstöðurnar til kynna að fartölvur, spjaldtölvur, lestrartölvur og tónlistarspilarar valdi engri truflun. Því er útlit fyrir að banni við notkun þeirra, í upphafi og við lok flugferða, verði aflétt í byrjun næsta árs. Farsímar munu hins vegar áfram verða á svörtum lista.

VILTU FRÍAN MORGUNMAT Í KAUPMANNAHÖFN?

NÝJAR GREINAR: Keflavíkurflugvöllur sá fjórði besti í Evrópu

Mynd: SAS