Stundvísitölur: Easy Jet óstundvísara en þau íslensku

klukka

Íslandsflug Easy Jet fór aðeins úr skorðum síðustu tvær vikur. Mikil snjókoma seinkaði millilandaflugi á tímabilinu.

Óveðrið þann 6.mars tafði flug til og frá Keflavík og aðeins tvær af þrettán brottförum Icelandair fóru á réttum tíma þann dag. Þrátt fyrir það stóðst áætlun félagsins í 77 prósent tilvika í fyrri hluta mars. Hjá Wow Air voru níu af tíu ferðum á auglýstum tíma. Meðaltöf hjá félaginu var fimm mínútur en átta mínútur hjá Icelandair.

Beðið eftir Easy Jet

Í nærri tvö ár hefur Túristi reiknað út stundvísi flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli. Hátt í tuttugu þúsund ferðir, til og frá landinu, hafa verið teknar með í reikninginn en vegna þess hversu tímafrek vinnslan er hefur verið látið nægja að fylgjast aðeins með áætlunum íslensku félaganna. Þau eru líka miklu umsvifameiri en þau erlendu. Nú bregður hins vegar svo við að Easy Jet hefur bætt við tveimur áfangastöðum frá Keflavík og mun þá fljúga hingað átta sinnum í viku. Breska lággjaldaflugfélagið verður því hluti af stundvísitölu Túrista hér eftir. En eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá seinkaði félaginu oftar á flugi sínu til og frá Keflavík en Wow air og Icelandair.

Í sumar stendur til að fylgjast með ferðum fleiri félaga enda mikilvægt fyrir íslenska neytendur að vita hversu vel flugáætlun Keflavíkurflugvallar heldur. Miklar tafir geta t.d. reynst þeim sem missa af framhaldsflugi dýrkeyptar.

Stundvísitölur fyrri hluta mars 2013

1.-15.mar. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 85% 8 mín 68% 9 mín 77% 8 mín 443
WOW air 93% 2 mín 89% 7 mín 91% 5 mín 54
Easy Jet 62% 9 mín 77% 10mín 69% 10 mín 26

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons