Stundvísitölur: Fóru frá Íslandi á réttum tíma

klukka

Meira en níu af hverjum tíu brottförum Icelandair og Wow air frá Keflavík voru samkvæmt áætlun seinni hluta febrúar.

Það skiptir miklu máli fyrir þá farþega sem eiga pantað framhaldsflug út í heimi að brottförin héðan sé á áætlun. Því annars gæti tengiflugið farið í súginn.

Í febrúar stóðu Icelandair og Wow air sig vel við að koma fólk héðan á réttum tíma því rúmlega níu af hverjum tíu ferðum héldu áætlun. Seinni hluta mánaðarins var hlutfallið 93 prósent hjá Wow og 92 prósent hjá Icelandair. Meðaltöfin var lítil eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Líkt og svo aftur áður þá sýna stundvísitölur Túrista að komutímar í Keflavík halda miklu síður en brottfarir. Þeir sem fara út á völl að sækja vini og ættingja geta þó huggað sig við meðalseinkunin er ekki mikil.

Stundvísitölur seinni hluta febrúar 2013

1.-28.feb. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 92% 4 mín 74% 4 mín 83% 4 mín 361
WOW air 93% 3 mín 83% 4 mín 88% 3 mín 58

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons