Stysta flugleið í heimi

Þeir sem fljúga þessa leið er ekki boðið upp á veitingar um borð.

Það eru aðeins 2,8 kílómetrar á milli skosku eyjanna Papa Westray og Westray en engu að síður er vinsælt að fljúga á milli. Túrinn tekur aðeins um tvær mínútur og samkvæmt heimsmetabók Guinness er þetta stysta flugleið í heimi þar sem boðið er upp á reglulegar ferðir.

Það eru bæði íbúar og ferðamenn sem nýta sér þessa þjónustu flugfélagsins Loganair á Orkneyjum. En á Westeray búa um 550 manns en aðeins 75 á Papa Westeray. Þrátt fyrir fámennið er að finna þar matsölustaði og gistihús því fuglalífið og óspillt náttúra eyjanna laðar til sín fjölda túrista.

Hér er myndband af öllu fluginu:

TENGDAR GREINAR: 5 furðulegar flugleiðir

Mynd: Ferðamálaráð Westray