Vinsældir Berlínar dvína meðal Íslendinga

Þrátt fyrir fleiri ferðir héðan til höfuðborgar Þýskalands leggja færri leið sína þangað en áður. Almennt fjölgaði ferðamönnum þó í borginni.

Það voru fjögur félög sem flugu milli Keflavíkur og Berlínar í sumar.  Síðustu mánuði hefur Wow air flogið þangað tvisvar í viku en ekkert vetrarflug var í boði til borgarinnar í fyrra. Þrátt fyrir aukið framboð á flugsætum hefur heimsóknum Íslendinga til borgarinnar fækkað úr rúmlega níu þúsund niður í 7.671 samkvæmt tölum frá ferðamálaráði Berlínar. Það jafngildir 18 prósent minnkun. Þess ber þó að geta að árið 2011 fjölgaði komum íslenskra túrista í borginni um tvo þriðju.

Aðeins Grikkir drógu meira úr ferðum sínum en Íslendingar

Dramatísk saga, blómstrandi menning og hagstætt verðlag eru meðal þess sem laðar sífellt fleiri ferðamenn til Berlínar. Í fyrra jókst fjöldi gesta borgarinnar um tíu af hundraði. Á lista þeirra þrjátíu þjóða sem heimsækja Berlín oftast þá voru það aðeins Grikkir sem fækkuðu ferðum sínum til Berlínar meira en Íslendingar. En eins og vitað er þá hefur kanslari Þýskalands ekki verið hátt skrifaður meðal grísks almennings undanfarin misseri.

Banna orlofsíbúðir

Fjölmargir Berlínarbúar hafa leigt út íbúðir til ferðamanna síðustu ár. Það hefur hækkað almennt leiguverð í borginni og yfirvöld í nokkrum hverfum borgarinnar áforma að banna útleigu á almennu íbúðahúsnæði til ferðamanna. Lesendur Túrista geta þó enn fengið afslátt af ódýrum hótelíbúðum í borginni því þær eru staðsettar í Mitte hverfinu og þar verður áfram leyfilegt að leigja út íbúðir.

Fylgstu með Túrista á Facebook

VILTU FRÍTT FREYÐIVÍN UPP Á HERBERGI Í BERLÍN?

TENGDAR GREINAR: Júlía á heimavelli í BerlínFerðafrömuðir í Berlín fíla Bowie

Mynd: Germany.travel