Samfélagsmiðlar

2 dagar í Frankfurt

Lífið snýst ekki bara um peninga í fjármálamiðstöð Þýskalands líkt og Túristi komst að í ferð sinni til borgarinnar nýverið. Hér tillaga að dagskrá fyrir þá sem vilja kynnast Frankfurt á afslappandi hátt

Dagur 1:

Morgunkaffi
Byrjum bæjarröltið á Brot und seine Freunde (Kornmarkt 5), litlu kaffihúsi og bakarí í miðbænum.

Að ná áttum
Lyftan upp á efstu hæð Main turnsins nær 80 kílómetra hraða og er því örskotsstund upp á útsýnispallinn á 56. hæð. Þaðan sést vel yfir alla borgina.

Sérverslanir
Það er forvitnilegt að skoða allan lúxusvarninginn í búðargluggunum við Goethestrasse (sjá á korti hér fyrir neðan) en í götunum í kring eru sérverslanir með hóflegri verðlagninu. Að búðaferð lokinni er tilvalið að setjast niður hjá Meyer eða Ebert við Große Bockenheimer Straße og fá sér hádegismat.

Gamli hlutinn
Römerberg er miðpunktur gamla bæjarins. Húsin við torgið líta út fyrir að vera margra alda gömul en flest eru eftirlíkingar því hér var allt í rúst eftir seinna stríð. Barinn hans Hans Wertheym slapp best allra og þar er kjörið að fá sér öl fyrir eða eftir stutta skoðunarferð um þennan hluta borgarinnar.

Alþjóðlegur kvöldmatur
Valið stendur á milli hins ameríska M-Steakhouse (Feuerbachstrasse 11) og Ivory Club (Taunusanlage 15) sem er óríental matsölustaðar í finni kantinum. Hér borgar sig að panta borð en stuttur spölur er á milli staðanna.

Lyftubarinn
Rétt við Ivory Club er 22nd Lounge (Neue Mainzer Straße 66) sem er tilvalinn fyir þá sem vilja gott hanastél og horfa á upplýst háhýsi. Ennþá skemmtilegra er að fara upp á svalir Flaming hótelsins (Eschenheimer Tor 2) því þar gengur lyftan upp og niður án þess að stoppa. Þú verður því að hoppa um borð í lobbíinu og út á áttundu hæð.

Dagur 2:

Frühstück
Það er hátt til lofts og vítt til veggja á Café Karin (Grosser Hirschgraben 28). Hér fjölmenna íbúar borgarinnar um helgar og gefa sér góðan tíma í morgunverkin; borða, lesa og spjalla. Brauðkarfa með áleggi og safa (7,8 evrur) er ágætis byrjun á deginum.

Sigling á Main
Það fara alls kyns bátar upp og niður Main fljótið. Á heila og hálfa tímanum leggja bátar í 50 og 100 mínútna siglingar eftir fljótinu frá Eisener Steg (frá 8,4 evrum). Tíu mínútur frá Café Karin (sjá á korti hér fyrir neðan).

Safnastígurinn
Þegar gengið er frá borði er farið yfir eina af brúnum yfir á suðurbakkann. Þar standa söfnin í röðum. Städel (12 evrur inn) var nýverið valið besta safn Þýskalands og þar er kjörið að fá sér hádegissnarl áður en verkin eru skoðuð. Þeir áhugasömustu geta eytt löngum tíma hér en það er líka auðvelt að velja úr. Meðal annarra safna við götuna má nefna Arkitektasafnið og Liebieghaus.

Búðarölt fyrir lokun
Að jafnaði versla um hálf milljón manna í búðunum og vöruhúsunum við Zeil, vinsælustu verslunargötu borgarinnar. Þar er að finna útibú frá H&M og fleiri risum.

Kvöldmatur að hætti heimamanna
Eplavín og græn kryddsósa spila stóra rullu á veitingastöðum sem sérhæfa sig í klassískri Frankfurt-matargerð. Wagner (Schweizer Strasse 71) er akkúrat staðurinn til að prófa þessa tvennu. Þar sitja heimamenn og ferðamenn hlið við hlið á bekkjum við löng borð. Það borgar sig að gera boð á undan sér.


View 2 dagar í Frankfurt – dagur 2 in a larger map

Það fá finna meira tengt ferðalögum til Frankfurt í vegvísi Túrista fyrir borgina.

BÍLALEIGUBÍLAR: Rentalcars.com lofar lægsta verðinu

Mynd: Holger Ullmann/Frankfurt Tourismus+Congress

 

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …