Beint til byggilegustu borgar í heimi

Í sumar geturðu valið úr fjórum ferðum á viku til stærstu borgar Sviss.

Það er eitthvað ævintýralegt við byggðina í miðborg Zurich. Húsin eru falleg, sporvagnar liðast eftir þröngum götum og vatnið er svo hreint að borgarbúar fá sér sundsprett í hádeginu. Samspil borgar og náttúru virðist vera einkar vel heppnað í þessari fjölmennusta bæjarfélagi Sviss.

Fjárhagur landsins er mjög sterkur og það kemur því ekki á óvart að Zurich skuli reglulega skipa eitt af efstu sætunum á listum yfir byggilegustu borgir í heimi. Svissneski frankinn er hins vegar eftirsóttur þessi misserin og verðlagið í landinu því heldur hátt fyrir útlendinga. Útsendari Túrista gerði sér ferð til borgarinnar nýverið og komst að því að þar geta ferðamenn líka notið lífsins án þess að það kosti of mikið. Sjá nánar í vegvísi okkar fyrir Zurich.

Zurich er einn af nýju áfangastöðum Icelandair en Wow Air flaug þangað í fyrra.

Sjá vegvísinn hér.

TENGDAR GREINAR: Endurunninn vesturbær

Mynd: Zuerich.com