Bjartsýni í Grikklandi

Ferðaþjónustan á Grikkland er að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma. Íslenskar ferðaskrifstofur bjóða á ný upp á sólarlandaferðir til landsins.

Óeirðir á götum úti og yfirvofandi þjóðargjaldþrot höfðu slæm áhrif á straum ferðamanna til Grikklands í fyrra. Í Þýskalandi minnkaði til að mynda eftirspurn eftir flugi til landsins um þriðjung sl. sumar. Forsvarsmenn ferðamála í Grikklandi ákváðu að feta í fótspor kollega sinna á Íslandi og reyna að snúa vörn í sókn með sérstöku markaðsátaki.

Það virðist hafa tekist því nýjustu fréttir herma að útlit sé fyrir að um sautján milljónir ferðamanna muni heimsækja Grikki í ár en svo margir hafa þeir ekki verið síðan árið 2009. Það munar um minna því um fimmtungur af tekjum gríska þjóðarbúsins koma frá ferðaþjónustunni.

Íslendingar mæta á ný

Í fyrra var ekki boðið upp á pakkaferðir frá Íslandi til Grikklands en á því verður breyting í ár. Ferðaskrifstofunar Ferð.is og Heimsferðir eru báðar með vikulegar ferðir til Krítar á dagskrá sinni í sumar.

TENGDAR GREINAR: Grikkland að hætti Egils Helgasonar