Erlendu félögin með eina af hverjum tíu brottförum

Þrátt fyrir fleiri ferðir erlendra félaga hingað til lands þá er vægi þeirra ekki mikið á Keflavíkurflugvelli.

Það voru farnar ríflega tuttugu ferðir á dag til útlanda frá Keflavík í síðasta mánuði. Áttatíu prósent þeirra voru á vegum Icelandair og Wow Air stóð fyrir tíundu hverji ferð.

Umsvif Easy Jet hafa tekið kipp undanfarið með fleiri ferðum til London og flugi til Manchester og Edinborgar á meðan SAS og Norwegian einblína á flug til Oslóar. Easy Jet er því þriðja stærsta félagið á Keflavíkurflugvelli á eftir þeim íslensku eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Í sumar verður flogið beint frá Keflavík til 45 áfangastaða og þá bætast fleiri erlend flugfélög við flóruna. Um leið minnkar vægi íslensku félaganna niður í 83 prósent en það var 90 prósent í mars.

Vægi félaganna á Keflavíkurflugvelli í mars í brottförum talið:

  1. Icelandair – 80%
  2. Wow air – 10%
  3. Easy Jet – 5%
  4. SAS – 3%
  5. Norwegian – 2%

HVERT VERÐUR FLOGIÐ Í SUMAR?

BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Mynd: Isavia