Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Margrétar Gauju

Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur ferðast víða með mömmu sinni og lætur sig dreyma um Októberfest með manninum sínum. Margrét Gauja Magnúsdóttir skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég eyddi víst heilu sumri með foreldrum mínum á Spáni þar sem pabbi var farastjóri. Man nú lítið eftir því, hef bara séð myndir af spikfeitu barni í bleikum sundbol og í regnhlífakerru. Fyrstu sterku minningar mínar af ferðalögum erlendis eru þegar ,,Flug og bíll“ var mjög heitt fyrirbæri hjá Íslendingum og eyddum við systkinin ógrynni af klukkutímum í aftursæti bílaleigubíls á meðan Evrópa var keyrð sundur og saman. Annars er ég nú svo lánsöm að vera fædd með stálskeið í munni merkta Icelandair og hef því fengið tækifæri til að fara víða og oft með móður minni flugfreyjunni.

Það sem ég geri til að láta tímann líða hraðar í flugvélinni:

Ég kaupi alltaf Marie Claire og eina kilju í fríhöfninni og les.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Óhætt að segja að það hafi verið ferðin til Kúbu í tilefni þess að mamma mín varð 60 ára, jólin 2011. Við söfnuðum markvisst fyrir þeirri ferð í 3 ár, héldum stífa fundi og fundargerðir og ákváðum áfangastaðinn með kynningum og svo atkvæðagreiðslu. Við vorum átta sem fórum í þessa frábæru ferð sem mun seint gleymast. Kúba er stórkostlegt land mikilla öfga og ég er mjög glöð að hafa kynnst Kúbu frá öllum hliðum og ekki skemmdi félagsskapurinn.

Tek alltaf með í fríið:

Strigaskó

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Eitt skiptið var ég með Svölu Björgvinsdóttur vinkonu minni í Los Angeles og í flugvélinni á leið frá LA til Minneapolis vorum við vinkonurnar með hálfkæring og fórum mikinn, sögðum miður geðslegar sögur af hvor annarri og grenjuðum úr hlátri. Þegar vélin var svo lent í Minneapolis skaut sér eldri kona á milli sætanna skælbrosandi og spurði hvort við værum ekki á leið til Íslands. Við vorum frekar vandræðalegar því það sem þessi kona veit ekki í dag…

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Ég var skiptinemi í Argentínu árið 1994 og það toppar ekkert grillaða argentíska nautasteik og argentískt rauðvín með. Ekkert.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Ég var mjög hrifin af París og þarf nauðsynlega að komast þangað aftur. Annars á Argentína hálft hjarta mitt og elska ég allt við það land.

Það sem er mikilvægast á hótelherberginu:

Rúmið og sturtan.

Draumafríið:

Að komast með eiginmanni mínum á Októberfest í Þýskalandi þar sem við ætlum að vera í Tyrolabúningum að borða snitchel og drekka bjór. Einnig eru ég og Oddur bróður minn að safna fyrir ferð til Perú, við ætlum að ganga Inkaslóðina að Maccu Picchu. En þegar maður á börn, þá dreymir mann oft um sandala, ís, sól og sundlaug, hvar sem er.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …