Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur

Spænskir smáréttir, sænsk jarðaber og frönsk súkkulaðikaka eru meðal þess sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir minnist frá ferðum sínum til útlanda. Rósa Björk skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég fór fyrst til útlanda þegar ég var 10 ára gömul. Þá fór ég með mömmu minni til Svíþjóðar, nánar tiltekið til smábæjarins Gislaved í Smálöndunum. Pabbi fór ekki með okkur, sem mér þótti leitt en hann var þá plagaður af miklum ótta við flugferðir og fór ekki til útlanda fyrr en mörgum árum seinna. Við mamma vorum að heimsækja æskuvinkonu hennar sem bjó í yndislegu, rauðu timburhúsi með hvítum gluggalistum eins og ég hafði séð í Astrid Lindgren bókunum. Ég man alltaf eftir því að þegar við keyrðum í gegnum þéttan skóginn í Smálöndunum, fékk ég yfirþyrmandi innilokunarkennd yfir því að sjá ekkert landslag. Bara tré út um allt! En þarna dvöldum við í heilar 3 vikur og í minningunni borðuðum við fersk jarðaber á hverju kvöldi sem þótti náttúrulega stórkostlegt á tímum þegar fersk jarðaber fyrirfundust ekki á Íslandi. Ég var farin að tala sænsku við krakkana í hverfinu eftir nokkra daga og mamma fór og keypti á okkur ekta sænska klossa. Þetta var mjög skemmtileg dvöl.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Æ, ég hef farið í svo margar dásamlegar utanlandsferðir að mér þykir erfitt að gera upp á milli þeirra. En ein nýleg, frábær, ferð er ferðalag okkar Kristjáns Guy, sambýlismannsins míns, til Baskalands í ágúst 2011. Þetta var önnur utanlandsferðin okkar saman og við höfðum hvorugt komið þangað áður. Við dvöldum í San Sebastian, þeim yndislega bæ sem er með eitt fallegasta bæjarstæði sem ég man eftir. Við vorum hrædd um að það yrði ekki þverfótað fyrir ferðamönnum en sú varð ekki raunin. Mestmegnis Spánverjar og Frakkar sem komu yfir landamærin. Veðrið var gott og við fórum í sjóinn á hverjum degi en maður minn, maturinn! Yndislegir pinxtos-staðir út um allt. Við römbuðum á hverju kvöldi á milli pinxtos-staða og borðuðum frábæra pinxtos (sem er nk. stærri útgáfa af tapas-réttum) og drukkum góð vín með. Frábær stemmning og góður matur! Síðan fórum við í eplavínsframleiðslu og smökkuðum þar eplavínin sem Baskar eru frægir fyrir og fengum steik á viðarplanka með. Við þræddum svo strandlengjuna á bíl til Bilbao en við sjávarsíðuna er dásamlega falleg lítil þorp með undarlegum nöfnum og sérstæðum byggingarstíl. Þetta var rómantísk og frábær ferð um svæði sem er uppfullt af sögu Baskanna og frábærum mat.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Hmmm…ég man í svipinn ekki eftir neinni. Man bara eftir að hafa fengið svæsna matareitrun í Kaíró í Egyptalandi þegar ég var að vinna sem flugfreyja hjá Atlanta fyrir mörgum árum síðan. Þá vorum við að selflytja egypska kennara sem unnu í Sádí-Arabíu í frí til síns heimalands og flugum svo aftur með þá í vinnuna sína viku seinna eða svo til Jeddah eða Ryadh. Við höfðum verið vöruð við því að nánast allir fengju matareitrun í Kaíró og þrátt fyrir að passa mig, þá varð ég engin undantekning. En það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til að vera bara 23 ára og sjá og vera í Egyptalandi.

Besta máltíðin í útlöndum:

Úff þær eru svo margar dásamlegar og eftirminnilegar enda rennur matur og ferðalög saman í eitt hjá mér og myndar minningar og upplifanir. Ég man eftir besta ratatouille sem ég hef fengið í lífinu hjá Marie, ömmu Karenar æskuvinkonu minnar sem er hálf-frönsk. Marie er spænsk en flúði borgarastyrjöldina spænsku og hefur búið í pínulitlu frönsku þorpi við Pýreneafjöllin æ síðan. Hún býr til ógleymanlegt ratatouille sem ég smakkaði fyrst þegar ég dvaldi hjá henni þegar ég var 12 ára. Svo var máltíð á frábærum veitingastað sem við römbuðum á í Bilbao ógleymanleg. Þar borðuðum við andalæri og fíkjur sem bráðnaði upp í manni. Kannski líka af því við fundum veitingastaðinn alveg óvænt.

Síðan er nýleg máltíð ógleymanleg þegar við fögnuðum fertugsafmæli Kristjáns míns nú um páskana í Gordes í Provence-héraðinu í Suður Frakklandi, einu fallegasta þorpi landsins. Þá borðuðum við lambaskanka með fersku grænmeti úr héraðinu sem voru fullkomlega eldaðir. Svo man ég líka eftir einni af mörgum frönskum súkkulaðikökum sem ég hef borðað sem var alveg einstaklega góð. Hana borðaði ég með tveimur sænskum vinum mínum þegar ég var í námi í Stendhal-háskólanum í Grenoble í Frakklandi. Við fórum á pínkulítinn veitingastað þar sem einn maður með mikið yfirvaraskegg þreif, þjónaði og eldaði. Þegar við sátum ein á veitingastaðnum og biðum eftir matnum þá rauk hann allt í einu út og við kölluðum á eftir honum hvert hann væri að fara, hann sagðist vanta brauð og kæmi rétt strax! Hann bauð okkur svo upp á einhvern frábæran pastarétt en súkkulaðikakan hans bráðnaði upp í okkur! Þegar við forvitnuðumst um uppskriftina af þessari dýrindisköku, þá benti hann okkur á kassann utan um kökuna sem hann hafði keypt í stórmarkaði og hafði tekið úr frysti fyrir okkur! Þetta sýnir að matur og stemningin myndar órjúfanleg heild.

Tek alltaf með mér í ferðalagið:

Kósýbuxur til að sofa í!

Draumafríið:

Mig langar ógurlega mikið til Indónesíu. Það er ótrúlega fallegt land og okkur dreymir um að fara þangað í langt frí. Svo væri ég líka til í að fara til Suður-Ameríku, sér í lagi til Argentínu. Afríka bíður mín líka veit ég…

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …