Samfélagsmiðlar

Hvað kostar að taka frá flugsæti?

Hjá meirihluta flugfélaganna sem fljúga héðan í sumar þarf að borga fyrir að taka frá ákveðið sæti.

Gluggasæti í fyrstu röð eru vinsælust og fæstir flugfarþegar vilja sitja í miðjunni. Þetta er meðal þess kom fram í könnun sem Easy Jet lét gera áður en félagið tók upp sérstakt sætisgjald í lok síðasta árs. Sá sem vill vera viss um að hann fái sæti á uppáhaldsstaðnum sínum og við hlið ferðafélaganna getur tekið frá sæti sér að kostnaðarlausu þegar farmiði er bókaður hjá félögum eins Delta, Icelandair, SAS og Lufthansa. Tíu af þeim fimmtán flugfélögum sem halda uppi millilandaflugi frá Keflavík taka hins vegar greiðslu fyrir þessa þjónustu og það getur verið erfitt fyrir þá sem ferðast með börn að komast hjá þessum aukagjöldum. Því fáir vilja taka áhættu á því að fjölskyldan sitji dreifð um flugvélina.

Rúmlega þrjú þúsund krónur, aðra leið

Hjá flestum félögunum eru sætin misdýr, þar sem fótaplássið er mest er verðið hæst. Þannig kosta dýrustu sætin hjá Airberlin 3.040 krónur (20 evrur) sem er hæsta gjaldið hér á landi samkvæmt athugun Túrista. Wow Air kemur þar á eftir með aukagjald upp á 2.990 krónur fyrir sætin með mesta plássið. Þau kostuðu hins vegar 1.490 krónur síðasta sumar og hafa því tvöfaldast í verði. Lægsta gjaldið er hjá Easy Jet eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Mismunandi mikið rými

Þegar Wow Air hóf að selja farmiða í nóvember árið 2011 voru 168 sæti í Airbus A320 leiguvélum fyrirtækins, „rýmra verður um farþega en tíðkast hefur hjá lággjaldaflugfélögum“, stóð í tilkynningu félagsins að því tilefni. Fyrir tveimur vikum lét forstjóri félagsins hins vegar hafa það eftir sér á Vísi að með tilkomu nýrra Airbus A320 véla yrði sætisbilið aukið því sætunum yrði fækkað úr 180 í 174. Aðspurð um þetta ósamræmi segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að félagið hafi fjölgað sætunum upp í 180 fyrir um tveimur mánuðum síðan en þeim hafi nú verið fækkað um sex.

Samkvæmt könnun sem Túristi gerði, í lok síðasta árs, á bilinu á milli sætaraða hjá flugfélögunum þá er þrengst hjá Transavia eða 71 cm. Farþegar Icelandair ganga að breiðasta bilinu vísu, 81 cm, en fótaplássið um borð í vélum Delta, SAS og WOW Air getur einnig verið svo langt (sjá nánar hér).

Verð á sætum þegar bókaður er flugmiði í ódýrasta verðflokki:

FélagSætisval
Airberlin1520 – 3040 kr.
Air GreenlandInnifalið
DeltaInnifalið
EasyJet608-2280 kr.
German Wings1216-2280 kr.
IcelandairInnifalið
LufthansaInnifalið
Fly Niki1520 – 3040 kr.
Norwegian1165 kr.
Primera Air1000-2500 kr.
SASInnifalið
Thomas Cook1520 kr.
Transavia1140-2280 kr.
Vueling760-2280 kr.
Wow Air990-2990 kr.

Verð erlendu félaganna eru umreiknuð í krónur m.v. gengið 25.apríl.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum
TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu í París

Mynd: Kristin S.Lillerud/Norwegian

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …