Íslenskar ferðarafbækur

Nýlega komu út þrjár rafbækur sem eiga að gagnast íslenskum ferðalöngum.

Lykillinn að London og Vertu þín eigin ferðaskrifstofa nefnast nýjar rafbækur sem Margrét Gunnarsdóttir hefur tekið saman. Í fyrrnefndu bókinni er að finna margvíslegar upplýsingar um bresku höfuðborgina, t.d. um samgöngur innanbæjar, hugmyndir að göngutúrum og styttri ferðum út fyrir borgina. Sú síðari er skrifuð með þá í huga sem vilja skipuleggja utanlandsferðina sjálfir.

Margrét hefur einnig uppfært bækling sinn um íbúðaskipti en það er vafalítið nokkuð sem margir hafa áhuga á að prófa en vita ekki hvernig þeir eiga að taka fyrsta skrefið.

Rafbækurnar má nálgast á vef Margrétar, Ferdalangur.net

NÝJAR GREINAR: Hafðu þetta í huga áður en þú bókar hjá RyanairHvað kostar að taka frá sæti?