Samfélagsmiðlar

Keflavíkurflugvöllur sá 81. besti í heimi

Leifsstöð fer upp um þrjú sæti á listanum yfir hundrað bestu flughafnir í heimi.

Besta flugstöðvarbygging í heimi er álma 5 á Heathrow í London, vopnaleitin er skilvirkust í Kaupmannahöfn, maturinn á Munchen-flugvelli er bestur og Haneda í Tókýó er snyrtilegasta flughöfnin. Þetta eru niðurstöður atkvæðagreiðslu greiningafyrirtækisins Skytrax sem rúmlega tólf milljónir farþega á 395 flugvöllum tóku þátt í.

Hæstu meðaleinkunina fékk Changi flugvöllurinn í Singapúr og Incheon í Seoul í S-Kóreu lenti í öðru sæti. Schiphol í Amsterdam hneppti bronsið og þetta er annað árið í röð sem sá flugvöllur fær hæstu einkunn allra í Evrópu. Keflavíkurflugvöllur endaði í 28. sæti á Evrópulistanum og númer áttatíu og eitt á heimsvísu. Í fyrra var sá íslenski númer áttatíu og fjögur.

Líka sá fjórði besti í Evrópu

Nýverið voru birtar niðurstöður þjónustukönnunar alþjóðlegu samtakanna Airports Council International (ACI) og þar fékk Keflavíkurflugvöllur fjórðu hæstu einkunina í Evrópu. Árin 2009 og 2011 var hann í efsta sæti í Evrópu. Könnun ACI byggir á um fjórtán hundruð svörum sem flugvellirnir safna sjálfir inn. Samkvæmt upplýsingum Túrista hjá Skytrax þá fengust mun fleiri svör í könnun fyrirtækisins meðal flugfarþega hér á landi en nákvæm tala liggur ekki fyrir.

NÝJAR GREINAR: Ódýrara að bóka með stuttum fyrirvara nú en í fyrra

 

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …