Ódýrara að bóka með stuttum fyrirvara nú en í fyrra

Ódýrasta farið til London eftir mánuð kostar tæpar 35 þúsund krónur sem er nokkru minna en í fyrra. Verðþróun á farmiðum í júlí er ekki eins hagstæð.

Það kostar minna að kaupa sér far til Kaupmannahafnar og London með stuttum fyrirvara í dag en á sama tíma fyrir ári síðan. Líkt og í fyrra er það Easy Jet sem er með lægstu fargjöldin til Lundúna. Icelandair er með lægra verð en Wow Air ef ferðinni er heitið til Kaupmannahafnar eftir fjórar vikur og farangur er tekinn með eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þróun fargjalda í viku 20 milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

13-19.maí 2013 14-20.maí 2012 Breyting
London:
Easy Jet 34.987 kr. 38.921 kr. – 10,1%
Icelandair 44.290 kr. 47.330 kr. – 6,8%
Wow Air 42.173 kr. Byrjaði í júní 2012 x
Kaupmannahöfn:
Icelandair 43.020 kr. 47.230 kr. – 8,9%
Wow Air 44.903 kr. Byrjaði í júní 2012 x

Lægstu fargjöld til þessara tveggja borga í viku 28 (8.-14.júlí) hafa hins vegar hækkað á milli ára þegar bókað er tólf vikum fyrir brottför. Þann 19.apríl í fyrra kostaði farið með Iceland Express til Kaupmannahafnar í vikunni 9-15.júlí 34.558 krónur og 37.400 til London. Núna er það Icelandair sem býður best fyrir þá sem ætla til höfuðborgar Bretlands á þessum tíma en Wow Air er lægst ef ferðinni er heitið til Danmerkur.

Þróun fargjalda í viku 28 milli ára þegar bókað er með tólf vikna fyrirvara

8-14.júlí 2013 9-15.júlí 2012 Breyting
London:
Easy Jet 48.718 kr. 45.894 kr. + 6,2%
Icelandair 43.210 kr. 62.710 kr. – 31,1%
Wow Air 45.173 kr. 37.544 kr. + 20,3%
Kaupmannahöfn:
Icelandair 50.320 kr. 47.030 kr. + 7,0%
Wow Air 37.903 kr. 45.607 kr. – 16,9%

Icelandair ódýrast til Osló

Túristi hóf að gera mánaðarlegar kannanir á fargjöldum til Kaupmannahafnar og London fyrir meira en ári síðan. Nýlega var Osló bætt við en Icelandair, Norwegian og SAS fljúga þangað allt árið um kring. Það íslenska er ódýrasti kosturinn ef ferðinni er heitið til höfuðborgar Noregs eftir fjórar eða tólf vikur og miðinn er bókaður í dag.

13-19.maí 2013 8-14. júlí 2013
Icelandair 38.090 kr. 49.590 kr.
Norwegian 40.719 kr. 57.023 kr.
SAS 48.115 kr. 55.475 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér). Verð voru fundin á heimasíðum félaganna í dag og 19. apríl 2012.

HÓTEL: Berðu saman verð á hótelum út um allan heim
NÝJAR GREINAR: Endurunnin vesturbær

Mynd: Visit London