Samfélagsmiðlar

Síðustu ódýru sætin á sumaráfangastaðina

Sá sem hefur ekki nú þegar fest kaup á miða til Barcelona, Mílanó eða Zurich kemst ólíklega þangað fyrir minna en sextíu þúsund krónur í sumar. Það eru hins vegar nokkuð eftir af ódýrum miðum til þessara fimm borga.

Yfir aðalferðamannatímann gefst íslenskum túristum meðal annars tækifæri á að fljúga beint til Spánar, Ítalíu, Sviss og Rússlands. Ekkert áætlunarflug er til þessara landa yfir veturinn. Af verðunum að dæma þá er mikil eftirspurn eftir flugi til borga eins og Madrídar, Barcelona, Lyon, Vínar og Mílanó. Þeir eru alla vega vandfundnir farmiðarnir þangað sem kosta undir sextíu þúsund krónum, báðar leiðir.

Hér eru þó fimm sumaráfangastaðir sem ennþá er hægt að fljúga til fyrir um fimmtíu þúsund krónur í júní, júlí og ágúst.

1. Billund

Það búa þúsundir Íslendinga á eina fastalandi Danmerkur og því vafalítið margir sem eiga leið þangað héðan. Jótland hefur líka upp á heilmikið að bjóða fyrir ferðamenn. Þar eru margar af þekktustu baðströndum Dana, sveitirnar liggja vel við höggi fyrir þá sem vilja í hjólaferðalag og svo eru margir af jósku bæjunum mjög fallegir.

Icelandair og Primera Air fljúga til Billund á Jótlandi í sumar og hjá því síðarnefnda eru enn til miðar á um 35 þúsund krónur. Icelandair er enn með nokkrar ferðir rétt undir fimmtíu þúsund krónum.

2. Brussel

Það eru kannski margir orðnir þreyttir á að heyra íslenska pólitíkusa ræða kosti og galla Evrópusambandsins í Brussel. Það er þó óþarfi að láta það slá sig út af laginu. Brussel er nefnilega mjög skemmtileg heim að sækja og þaðan er auðvelt að komast til þekktra ferðamannaborga eins og Bruges og Antwerpen.

Icelandair og Thomas Cook fljúga til Brussel í sumar. Hjá báðum eru ódýrustu miðarnir í ágúst og þá er hægt að komast til þangað fyrir um 45 þúsund krónur.

3. Sankti Pétursborg

Borg Péturs mikla hefur lengi verið talin ein fegursta stórborg Evrópu og er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Í sumar hefur Icelandair áætlunarflug til Sankti Pétursborgar og er það í fyrsta skipti sem boðið er upp á reglulegt flug héðan til Rússlands. Flogið verður á þriðjudögum og laugardögum og er enn hægt að finna nokkrar dagsetningar þar sem flugin, báðar leiðir, kosta um fimmtíu þúsund krónur.

4. Stuttgart

Tveir af þekktustu knattspyrnumönnum Íslands gerðu garðinn frægan í tækni- og iðnaðarborginni Stuttgart í suðurhluta Þýskalands. Vegakerfi Þjóðverja er rómað og frá Stuttgart tekur aðeins um klukkutíma að keyra til baðbæjarins Baden-Baden og tæpa tvo tíma til Strassbourg.

Dótturfélag Lufthansa, German Wings, flýgur til Stuttgart frá Keflavík í sumar og líkt og undanfarin ár. Í júní, t.d. 7.-20. júní kostar flugið með innrituðum farangri um 36 þúsund krónur.

5. Vilníus

Það búa um tvö þúsund Litháar á Íslandi samkvæmt því sem kom fram í fréttatilkynningu Iceland Express í fyrra þegar félagið hóf flug til höfuðborgar Litháen.

Wow Air tekur upp þráðinn og flýgur til Vilníus einu sinni í viku og í júní er hægt að fá sæti á um 44 þúsund krónur með innrituðum farangri.

NÝJAR GREINAR: Hvað kostar að taka frá flugsæti?

Mynd: Archer10/Creative Commons

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …