Stærstu flugvellir Bandaríkjanna

Það er flogið beint frá Keflavík til tveggja af þeim tíu stærstu í Bandaríkjunum.

Á síðasta ári fóru nærri 46 milljónir farþega um flugstöðina í Atlanta í Bandaríkjunum og er hún sú langstærsta vestanhafs í farþegum talið. Til samanburðar má þess geta að um sjötíu milljónir fóru um Heathrow í London á síðasta ári en hann er sá stærsti í Evrópu.

Af þeim flugvöllum sem flogið er beint til frá Keflavík er sú í Denver stærst með 26 milljónir farþega samkvæmt tölum frá samgöngustofnun Bandaríkjanna.

Innanlandsflug er stór hluti af traffíkinni á fimm stærstu flugvöllunum og því er John F. Kennedy flughöfnin í New York sú stærsta vestanhafs þegar kemur að millilandaflugi. Icelandair flýgur þangað allt árið og Delta á sumrin frá Keflavík.

Stærstu flugvellir Bandaríkjanna árið 2012:

1. Atlanta
2. Chicago
3. Los Angeles
4. Dallas
5. Denver
6. New York JFK
7. San Francisco
8. Charlotte
9. Las Vegas
10. Phoenix

 

 

 

 

 

 

 

 

HÓTEL: Viltu frían morgunmat í Kaupmannahöfn?

Mynd: Hartsfield-Jackson Atlanta International