Stundvísitölur: Allir á réttum á tíma

klukka

Undanfarna mánuði hafa nær allir komist úr landi á réttum tíma og engin breyting varð á því á fyrri hluta mánaðarins.

Þegar Túristi hóf að reikna út stundvísi í flugi til og frá landinu í júní árið 2011 var innan við helmingur brottfara frá Keflavíkurflugvelli á réttum tíma. Á stærstu flugvöllum Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar fóru þá um níu af hverjum tíu ferðum samkvæmt áætlun. Í dag er staðan miklu betri hér á landi og jafnast á við það sem best þekkist meðal nágrannaþjóðanna. Síðustu tvær vikur seinkaði t.a.m. örfáum ferðum hjá þeim þremur félögum sem eru umsvifamest í flugi frá Keflavík eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Stundvísitölur fyrri hluta apríl 2013

1.-15.apr.Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tímaMeðalseinkun komaHlutfall ferða á tímaMeðalseinkun allsFjöldi ferða
Icelandair96%0,5 mín84%2 mín90%4 mín527
WOW air97%2 mín91%1,5 mín94%1 mín67
Easy Jet100%0 mín94%0,2 mín97%0,1 mín34

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons