Stundvísitölur: Óverulegar tafir á millilandaflugi

klukka

Tími farþega á leið til og frá landinu fór ekki til spillis síðustu tvær vikur.

Daglega eru vafalítið margir farþegar á Keflavíkurflugvelli sem eiga pantað sæti í framhaldsflug út í heimi. Fyrir þennan hóp skiptir miklu máli að flugfélögin hér heima haldi áætlun því líkt og Túristi hefur bent á getur farþeginn sjálfur borið tjónið af því að missa af tengifluginu.

Síðustu tvær vikur voru tafir á flugi frá landinu sáralitlar og um níu af hverjum tíu brottförum voru á tíma. Wow Air stóð sig best því 95 prósent ferða frá Keflavík voru á réttum tíma og meðaltöfin um ein mínúta eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Farþegar á leið lengra út í heim komust því sennilega flestir á leiðarenda án vandræða.

Stundvísitölur seinni hluta mars 2013

16.-31.mar. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 89% 4 mín 79% 4 mín 85% 4 mín 541
WOW air 95% 1 mín 96% 2 mín 96% 1 mín 70
Easy Jet 88% 1 mín 84% 2mín 84% 1 mín 32

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons