Vorútsala á hótelherbergjum

Ertu á leiðinni út í maí og vantar gistingu? Ein stærsta hótelbókunarsíða í heimi býður núna góðan afslátt í vor.

Þriðjungur lesenda Túrista segir vorin vera besta árstímann fyrir stuttar borgarferðir. Það eru því sennilega margir á faraldsfæti næstu vikur og því heppilegt að netsíðan Hotels.com var að opna útsölu á gistingu víðs vegar um heiminn í maí.

Billegast í Berlín og Edinborg

Þú kemst til Edinborgar í maí með Easy Jet fyrir innan við 25 þúsund krónur. Ódýrasta hótelið í skosku borginni er á tæpar tíu þúsund krónur og þeir sem vilja búa inn í miðbæ á fjögurra stjörnu gististað geta fundið þess hátt á aðeins fimmtán þúsund. Það ætti því að vera hægt að setja saman ódýrar borgarferð til Skotlands í næsta mánuði.

Sambærileg verð er að finna í Berlín en flugið þangað er öllu dýrara. Ef ferðinni er hins vegar heitið til Parísar eða London í næsta mánuði þá gistingin þar aðeins dýrari en úrvalið af hótelum sem hefur slegið af til að taka þátt í útsölunni er ljómandi gott.

Á leiðinni vestur?

Hotels.com hefur haft það orð á sér að bjóða upp á betri verð í Ameríku en Evrópu. Á útsölu síðunnar má finna gistingu á um þrettán þúsund í Orlandó sem er nokkuð vel sloppið með svona stuttum fyrirvara. Til Boston geturðu flogið í næsta mánuði fyrir innan við sjötíu þúsund með Icelandair og nóttin í borginni kostar frá tuttugu þúsund krónum.

Ef þú ætlar að taka forskot á vorið í útlöndum þá gæti borgað sig að kíkja á útsölu Hotels.com.

NÝJAR GREINAR: 2 dagar í FrankfurtHér færðu gott kaffi í Stokkhólmi

Mynd: Visit London