Samfélagsmiðlar

5 ástæður til heimsækja Washington

Síðustu sjö ár hefur höfuðborg Bandaríkjanna verið sá staður vestanhafs sem flestir hafa flutt til. Ferðamannastraumurinn þangað hefur líka aukist enda sífellt fleiri að átta sig á því að borgin er langt frá því að vera litlaus diplómatabær. Hér nokkrir af hápunktum borgarinnar, hver á sínu sviði.

Skyndibitinn

Pylsa í brauði með chili con carne sósu yfir er réttur hússins á Ben´s Chilli Bowl (1213 U street NW), bæjarins bestu í Washington. Obama forseti hefur mætt á svæðið til að smakka og Bill Cosby er fastagestur. Stuttan spöl frá þinghúsinu á Capitol Hill er ósvikin hamborgarabúlla sem kallast Good Stuff Eatery (303 Pennsylvania Avenue) og mun forsetafrúin hafa sérstakar mætur á þeim stað. Út um alla borg eru vagnar sem selja alls kyns fljótlega og frumlega rétti og það er því um að gera að prófa ef lyktin er lokkandi og biðröðin löng.

Söfnin

Það kostar ekki krónu inn á Smithsonian söfnin jafnvel þó þar megi finna ótrúlegt magn af dýrgripum og fróðleik. Þau eru almennt talin vera með þeim merkari í heiminum og ellefu af þeim söfnum sem tilheyra Smithsonian eru í nágrenni við National Mall garðinn. Flest eru þau opin alla daga ársins nema jóladag. Safnverðir í Washington fá því ekki frí á mánudögum líkt og kollegar þeirra víða annars staðar.

Verslanirnar

Það er meiri upplifun í því fólgin fyrir ferðamann að fara í búðaráp í miðborg en í risavaxinni kringlu í úthverfi. Í Washington eru nokkur góð verslunarhverfi innan borgarmarkanna þar sem finna má sérverslanir og útibú þekktustu vörumerkjanna. Í nágrenni við Hvíta húsið, n.t.t. á breiðgötum F og G á milli sjöunda og þrettánda strætis eru nokkrar stórverslanir og í Georgetown, háskólahverfinu, er einnig mikið úrval og ein lítil kringla. Metró gengur út í Pentagon City verslunarmiðstöðina og svo er Tyson Corner Center, sjötta stærsta kringla Bandaríkjanna, ekki svo langt frá Washington.

14. strætið

Hringiða næturlífsins í Washington er á 14. stræti Logan Circle hverfisins. Þar opna nýir veitingastaðir og barir jafnt og þétt og úrvalið er fjölbreytt. Á Birch and Barley (nr. 1337) er bjórinn í aðalhlutverki og matargestir geta pantað sér mismunandi öl með hverju rétti. Á Cork bar (nr. 1720) má fá ljúfengan tartar og umtöluðustu franskar borginnar með vínglasinu. Hanastélin á leynibarnum Gibson (nr. 2009) eru framúrskarandi og það er því þess virði að banka á ómerkta hurðina og athuga hvort dyravörðuinn vilji hleypa manni inn.

SJÁ EINNIG: Fjör á fjórtánda stræti

Kennileitin

Hvíta húsið er klárlega þekktasta hús Bandaríkjanna. Þetta aðsetur forseta landsins er í norðurhluta National Mall almenningsgarðsins og þar má finna minnisvarða látinna hermanna, forseta og þjóðhetja ásamt þinghúsinu og Smithsonian söfnunum. Það tekur um 2-3 tíma að rölta á milli allra þessara þekktu mannvirkja. Það er líka tilvalið að leigja borgarhjól og hjóla í rólegheitum á svæðinu því þar er bílaumferð takmörkuð.

TENGDAR GREINAR: Leiðin frá Hvíta húsinu og að uppáhalds hamborgarabúllu forsetafrúarinnar –  Vegvísir Washington

Mynd: Ferðamálaráð Washington og Birch&Barley

 

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …